Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2016 · 1 135 V Í sjónvarpsviðtali í tilefni af útkomu Geirmundar sögu heljarskinns (Kiljan 8. desember 2015) lýsti höfundur yfir efa- semdum um nútímaskáldsöguna, erindi hennar og möguleika á að túlka og skýra mannlífið. Margir deila þeim efa- semdum, og hafa gert áratugum saman, ef ekki lengur. Alls óvíst er að nokkur annar geti fetað þá slóð sem Bergsveinn varðar með Geirmundar sögu heljarskinns til lausnar á þessum meintu ógöngum skáldsögunnar. Enda þykir mér líklegt að henni sé ætlað að vera nokkuð ein- stakt tilvik og kannski ábending um að hver höfundur þurfi að semja sínar eigin reglur, leita þess forms og þeirra aðferða sem best henta hverju efni. Óvíst að neinn geri ágreining um það. Og þó Bergsveinn sé að þessu leyti formbrjótur er hann svo sannarlega líka tilbúinn að leita í smiðju fyrri tíðar höfunda og lúta þeim reglum sem hann sér í verkum þeirra. Svona mestanpart. Sá leikur er einn helsti gleðigjafinn í þessari óvenju- legu og snjöllu bók þeirra Brands, Magnúsar, Sveins og Bergsveins. Steinunn Inga Óttarsdóttir Lárviðarskáld og landsbyggðartútta Ingunn Snædal: Ljóðasafn, Bjartur, 2015 Ingunn Snædal hlammaði sér hressilega á skáldabekkinn aðeins 24 ára gömul með óvenju þroskaðri og hnyttinni ljóðabók sem hún gaf út sjálf, Á heitu malbiki (1995). Þar heilsaði hún glaðlega með upphafsljóðinu „Halló“ og smaug beint inn í hjörtu lesenda sinna. Flest ljóðin í frumrauninni fjalla um heita ást og kulnun hennar. Þegar mesti ástar- bríminn er slokknaður eru hugsanir elskhugans „víðs fjarri“ (18) og ljóðmæl- andi „grípur í tómt“ (24); loks er hvers- dagurinn svo yfirþyrmandi að hann tekur yfir allt: „… að kaupa mjólk / fara í banka / hringja / taka úr vélinni / fara með skóna í viðgerð / tala við guð / biðja hann / að taka úr mér hjartað / og færa þér / það gerir mér hvort eð er / ekkert gagn lengur“ (25). Sambandið er búið og það tengist skipbroti karlmennsku- ímyndarinnar sem fólst í þegjandaleg- um töffaraskap; það glittir í lítinn strák sem stamar og grætur (19) og „Maður- inn sem situr þarna / með kaffi og hálf- reykta rettu / hann bítur saman tönnun- um / til að brotna ekki“ (16). Náttúran er Ingunni nærtækur efni- viður, dúnmjúkar mýrar og gráir melar vekja heimþrá og viðkvæmni, hún yrkir um snjókomu í apríl og villt blóm sem vaxa inni í henni og eiga rétt á að vera ekki fótum troðin: „þau eru fíngerð / og fálma eftir ljósi / láttu blómin mín í friði / þau eiga aðeins / eitt líf“ (15). Frægt er ljóð hennar um Herðubreið í líki dramb samrar drottningar og hún birtist aftur í sama hlutverki í annarri ljóðabók Ingunnar. Myndmálið er jafnan einfalt og skýrt, mest beinar myndir sem hnit- ast um eina hugsun, tilfinningu eða atburð. Myndhverfingar eru sparlega notaðar, sem dæmi mætti nefna þegar regnið verður til þess að ljóðmælandi breytist í hafmeyju sem syndir brott með sporðaköstum og vængjasláttinn sem heyrist þegar „Beiskar hugsanir / flögra brott“ (40). Strax í fyrstu ljóðabók sinni sló Ing- unn tón sem er hennar hreini og sanni. Síðan liðu ellefu ár. Þá hreppti hún verð- laun Tómasar Guðmundssonar fyrir handrit að ljóðabókinni Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.