Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2016 · 1 Heimska er stór bók. Þrátt fyrir að hún sé mun styttri en systurbækur hennar Gæska (2009) og Illska (2012), kemur hún víða við og tekur á ýmsum álitamálum samtímans af hörku. Sé bókunum þremur stillt saman má með góðum vilja og túlkunargleði að leiðar- ljósi greina samtal um þróun mannsins frá 20. öld til okkar tíma og inn í fram- tíðina. Ef tesan Gæska (samtíminn) og antitesan Illska (fortíðin) eiga í átökum – hið góða og hið illa – er útkoman Heimska (framtíðin). Ekki er það væn- leg útkoma fyrir vestræna hugmynda- sögu en í ljósi yfirvofandi loftslagsbreyt- inga af mannavöldum virðist slík dystópísk niðurstaða ekki fjarri lagi. Bókin skipar sér í hóp skandinavískra bókmennta sem hafa verið skilgreindar sem „skandinavískar sektarkenndarfrá- sagnir“ (e. Scandinavian Guilt narrati- ves). Það eru frásagnir þar sem meðvit- und um að forréttindi skandinavískra persóna er á kostnað fólks í öðrum heimshlutum, hvort sem snýr að ómannúðlegum framleiðsluháttum, lok- uðum landamærum, stríðsrekstri eða öðrum þáttum, er í forgrunni.3 Margt hefur nú þegar verið sagt um Heimsku en bókin býður upp á ýmis konar umræður, í fræðilegu samhengi ekki síst við hugmyndir Michels Foucault um vald og eftirlit. Það sem helst vakti athygli þessa lesanda eru vangaveltur um frelsi rithöfunda til að framsetja undir- skipaða þjóðfélagshópa í samfélaginu og virkni dystópíu í textanum. Heimska er saga rithöfundanna Áka og Lenítu Talbot, hjóna á fertugsaldri sem starfa á Ísafirði en fljótlega bíður sam- band þeirra skipbrot. Líkt og í Illsku er frásögnin brotin upp með textum í pistlastíl. Hugrenningarnar sem þar birt- ast þjóna þeim tilgangi að setja persónur og atburði sögunnar í víðara samhengi og tengja þær við framtíð mannsins, skynj- un hans á tímanum og hegðun fólks á samfélagsmiðlum. Einnig gegna íslenskar menningarstofnanir stóru hlutverki, starfsmenn Forlagsins, Fréttablaðsins og ritstjórar útvarpsþáttarins Víðsjá koma fram og staðsetja þannig frásögnina í nálægri framtíð sem gefur höfundi færi á að vera í nánu samtali við samtímann. Þau Áki og Leníta lenda í því óláni að uppgötva, eftir margra mánaða vinnu, að þau hafa, að miklu leyti, skrifað sömu bókina, Akmeð og Akmeð. Án þess að nefna það við hvort annað ákveða þau bæði að skrifa um sýrlenska flóttamenn á Íslandi, starfsemi ISIS og sjálfsmynd Íslendinga (s. 53) Með því að gera aðal- persónurnar að rithöfundum sem starfa í íslensku samfélagi gefst Eiríki tækifæri til að ræða ólíka afstöðu fólks til listar- innar og hlutverks hennar í samfé- laginu. Í bókinni snertir hann á notkun fjölmiðla og útgefenda á persónulegri reynslu höfunda í kynningu á bókum sínum og umræðu um stöðu höfunda gagnvart umfjöllunarefni sínu. Í viðtali við Fréttablaðið lýsir Leníta sínum Akmeð á eftirfarandi hátt: Akmeð er óður til sjálfsmyndarinnar, sagði Leníta. Hún fjallar um merkingu þess að vera Íslendingur; um það hvernig maður sér aðra, hvernig þeir sjá mann, hvernig maður sér aðra sjá mann og þannig hring eftir hring. Í aðra röndina söguleg skáldsaga – byggð á nákvæmri heimildavinnu – en í hina eins konar fornleifagröftur í sál þjóðarinnar, jafnvel álfunnar allrar. (s. 53) Stíll Eiríks er sem fyrr beittur og hnit- miðaður. Hann hefur einstaka færni í að framsetja flóknar og margslungnar hug- myndir á hráan en jafnframt skýran hátt. Í Heimsku er það ekki bara „skrið- þungi mannkynssögunnar“ sem ryðst fram, eins og Illsku var lýst, heldur er það framtíð mannskepnunnar sem ligg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.