Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 143

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2016 · 1 143 þess að Norman Mailer skrifaði á sinni tíð umdeilda ritgerð „The White Negro: Superficial Reflections on the Hipster.“4 Þar gerir hann eins konar menningar- fræðilega tilraun til að útskýra hvers vegna kynslóð hvítra ungmenna í New York á árunum 1920–1950 sóttu mikið í félagsskap svartra listamanna. Skýring- in, samkvæmt Mailer, var sú að þau voru þjökuð af tilgangsleysi í kjölfar heimsstyrjalda, helfararfrásagna og atómsprengja. Þessi hvítu ungmenni lifðu í veruleika þar sem dauðinn vofði yfir og leituðu því í menningu svartra til þess að upplifa vímu. Mailer vildi meina að svartir hefðu ávallt lifað í þessu tilvistarlega rými þar sem dauðinn hefði verið þeim nærri og því einkenndist menning þeirra, að hans mati, af skammvinnri ánægju. Hann fer mikinn í lýsingum sínum og segir að þessa þrá megi glöggt sjá í djasstónlist sem væri í raun fullnægingarhróp svarta mannsins. Í djassinum byggi einhver frumkraftur sem skýrði hvers vegna hópar hvítra forréttindamanna í Banda- ríkjunum sóttu í tónlist þeirra og félags- skap.5 Vísunin í Mailer magnar upp þann þráð bókarinnar sem snýr að þjóðerni og valdi, þær siðferðilegu spurningar sem snúa að skrifum þeirra Áka og Lenítu. Áki fjallar um einstakling sem flytur frá Sýrlandi til Íslands og notar þá persónu til að vinna með hina íslensku þjóðarsál en Mailer skrifaði um menningarhóp sem hafði (og hefur enn) undirskipaða stöðu í samfélaginu en á ritunartíma ritgerðarinnar var mikill uppgangur í réttindabaráttu svartra. Rithöfundarnir Mailer og Áki eru báðir í forréttindastöðu innan eigin samfélags. Þeir reyna að staðsetja sig með hinum jaðarsettu andspænis hnignandi samfélögum sínum, Mailer í tilgangslausum heimi eftirstríðsáranna og Áki í afsprengi hins brenglaða vest- ræna neyslusamfélags. Þannig stillir Eiríkur persónum þeirra upp samhliða þekktri kenningu Edward Said um sköpun vestrænnar sjálfsmyndar í gegn- um þörf Vestursins fyrir Austrið.6 Það er, síendurtekin sjálfsmyndarsköpun Vestursins sem byggir á yfirburðum þess gagnvart hinum, restinni af heim- inum. Í Heimsku skapar Eiríkur á mjög hugmyndaríkan og klókan hátt framtíð sem er nauðalík samtíma okkar. Í þeirri framtíð leitar fólk að tilgangi, aðalpers- ónurnar sækja hann í heim listarinnar, í sköpunina og viðurkenninguna, á meðan dimm saga vestrænnar menn- ingar og óörugg framtíð vofir yfir. Þau sjálfhverfu persónueinkenni sem brjót- ast fram í heimi samfélagsmiðla eru sett í samhengi við viðbrögð persóna við óöruggri framtíð og meðvitund um grimman samtíma. Því hver kann að búa í vellystingum á meðan aðrir þjást? Hversu mörg kattarmyndbönd á you- tube þarf Íslendingur að horfa á til þess að gleyma ofhlöðnu bátunum á Mið- jarðarhafi? Tilvísanir 1 „Átta af hverjum tíu Íslendingum skráðir á Facebook“, Vísir, 30. desember 2010. 2 „Stóraukinn kvíði meðal barna“, RÚV, 19. janúar 2016 3 „Scandinavian Narratives of Guilt and Privi- lege in an Age of Globalization (Scanguilt)“, Universitet i Oslo, 31. janúar 2014, sótt 20. janúar 2016. Vefslóð: http://www.hf.uio. no/english/research/theme/scandinavian- narratives-of-guilt-and-privilege/ 4 Norman Mailer, The White Negro, San Francisco: City Lights Books, 1957. 5 Mailer var harðlega gagnrýndur fyrir ritgerð sína, ein þekktasta gagnrýnin er grein rit- höfundarins James Baldwin, „The Black Boy Looks at the White Boy“. 6 Edward Said, Orientalism, Penguin, New York, 2003. [Frumútgáfa 1978].
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.