Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 71
Þa k k a r áva r p TMM 2017 · 1 71 þeir fyrstu sem opna kampavínsflöskur til að fagna eigin sigri í stríðinu um hugmyndirnar.“ Það er rétt hjá Lindenberg að bók hans var fremur illa tekið þegar hún kom út árið 2002. Hann var sakaður um að hræra öllu saman í einn graut og skella merkimiðanum „nýir afturhaldssinnar“ á fólk sem hafði alveg ger- ólíkar skoðanir innbyrðis. Þótt það hljómi hálf þverstæðukennt langar mig að taka upp hanskann hér fyrir hann. Það er alveg rétt að hann blandar saman fólki sem hefur ger ólíkar skoðanir. En ástæðan fyrir því að nýju afturhaldssinnarnir eru svona ólíkir, svo ólíkir að þeir eiga í rauninni ekkert sameiginlegt, er sú að þeir sem eru á öndverðum meiði við þá, nýju framfarasinnarnir, eru skil greindir á nákvæmari, þrengri, meira krefjandi hátt en þeir. Til dæmis heldur Lindenberg því í fyrsta skipti fram í bók sinni að maður þurfi ekki endi lega að vera hægrisinnaður til að teljast afturhaldssinni, maður getur líka verið of vinstrisinnaður til að vera flokkaður sem slíkur. Kommúnisti, eða hver sá sem hafnar því að lögmál markaðarins eigi að stjórna öllu, er aftur haldssinni. Sjálfstæðissinni, eða hver sá sem er andsnúinn því að land hans leysist upp í evrópsku sambandsríki, er afturhaldssinni. Maður sem ver það að nota frönsku í Frakklandi eða það tungumál sem talað er í heimalandi hans, sem er á móti því að enskan sé notuð sem alheims- tunga, hann er afturhaldssinni. Maður sem er hefur efasemdir um þingræðið og flokkakerfið, sem telur ekki að það kerfi sé besta fyrirkomulagið í stjórnmálunum, sem vill að almenningur fái meira að tjá sig, hann er afturhaldssinni. Maður sem er ekkert alltof hrifinn af internetinu og snjallsímum er aftur- haldssinni. Maður sem er ekki hrifinn af fjöldaafþreyingu og hópferðamennsku er afturhaldssinni. Í stuttu máli sagt, í þeirri nýju merkingu sem Lindenberg leggur til að lögð sé í hugtakið framfarasinni, þá er það ekki eðli nýjungarinnar sem gerir hana merkilega, heldur bara að hún sé ný í sjálfri sér. Samkvæmt Lindenberg felst framfarahyggjan í því að við lifum á tímum sem eru háþróaðri en allir þeir sem á undan voru og að allar nýjungar, hverjar sem þær eru, geri þá enn betri. Það undarlegasta við bók Lindenbergs er að helstu sakborningarnir, „nýju afturhaldssinnarnir“ sem mest og oftast var vitnað í voru ekki eiginlegir menningarvitar. Það voru Maurice Dantec, Philippe Muray og ég. Ég hef á tilfinningunni að hvorki Maurice Dantec né Philippe Muray séu þekktir hér í Þýskalandi. Mér finnst það miður, en ég ætla samt sem áður að fjalla aðeins um þá vegna þess að mér finnst þetta val Lindenbergs alveg sérlega gott. Hugmyndir þeirra Murays og Dantecs eiga það skilið að fara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.