Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 79
TMM 2017 · 1 79 Edwin Arlington Robinson Fjögur ljóð Atli Harðarson þýddi Edwin Arlington Robinson fæddist árið 1869 í Maine og dó í New York árið 1935. Hann var með vinsælustu og virtustu ljóðskáldum Bandaríkjanna í byrjun síðustu aldar. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1896 og urðu útgefnar bækur með kveðskap hans nær þrjátíu talsins áður en yfir lauk. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir ljóðagerð þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1922, og svo aftur bæði 1925 og 1928. Faðir Robinsons var þokkalega stæður kaupmaður. Hann féll frá 1892 og næstu ár á eftir bjó skáldið við fremur þröngan kost. Kjörin bötnuðu að mun árið 1904. Þá sat Theodore Roosevelt í Hvíta húsinu – repúblikani sem las ljóð, vakti athygli á kveðskap Robinsons og fékk honum launað embætti hjá tollinum. Mátti hann nota skrifborð sitt þar til menningarlegri iðju en að afla fjár í ríkissjóð. Nokkur af eftirminnilegustu kvæðum Robinsons fjalla um auðnu leys ingja og óska- börn ógæfunnar sem sumir tengja við fólk frá æskustöðvum hans í bænum Gardiner í Maine. Hér á eftir fara þýðingar á þrem af þeim þekktustu. Þau eru Ríkharður (Richard Cory) úr bókinni The Children of the Night sem út kom 1897, Mangi Hró (Miniver Cheevy) úr bókinni The Town Down the River sem út kom 1910 og var tileinkuð Theo- dore Roosevelt og Veislan hjá Gvendi (Mr. Flood’s Party) úr bókinni Avon’s Harvest sem út kom 1921. Auk þessara þriggja mannlýsinga er hér þýðing á ljóðinu Cortège úr bókinni Captain Craig sem út kom 1902. Sagan segir að Robinson hafi ort það árið 1890 í heldur úfnu skapi þegar stúlkan sem hann unni giftist eldri bróður hans. Þau hjónakornin fóru frá Maine til nýrra heimkynna í Missouri með lest sem hét Cortège. RÍKHARÐUR Í hvert sinn sem hann kom hér nið’rá torg við hversdagsfólkið litum upp til hans: Dánumaður mestur hér í borg og mikil var hans reisn og elegans. Við Ríkharð sáum aldrei angur tjá, hann ávarpaði fólk og hélt sinn veg. Þótt æðaslátt við enni mætti sjá, alltaf var hans návist þægileg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.