Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 87
„ – O g G u ð – H a n n e r t r ú ð u r i n n “1 TMM 2017 · 1 87 líklega að finna í úrvinnslu á þeirri trúarmótun sem Vilborg hlaut í bernsku einkum hjá föðurfólki sínu.17 Hvernig er Guð? Guð kemur nokkuð við sögu í eigin persónu í ljóðum Vilborgar. Þar hefur hann mörg andlit. Eitt þeirra er hefðbundin guðsmynd feðraveldisins. Í þeim tilvikum gengur hann einfaldlega undir heitinu „karlinn“. Hann skýtur t.a.m. upp kollinum í hinum spámannlega hluta „Kyndilmessu“ (II hluta) sem Dagný Kristjánsdóttir tengir við Dies irae í kaþólskri sálumessu.18 Í lok hans þrýtur þá sem mælir í ljóðinu sálarró við stigvaxandi ásökun Drottins um félagslegt skeytingarleysi og sjálfhverfa neyslu- og nautnahyggju Vestur- landabúa um daga Víetnamstríðs og hungursneyðar í Bíafra. Hún skrúfar frá útvarpinu og lúthersk poppmessa „yfirgnæfði karlinn“ með gjallanda og glamri.19 Karlinn, guð karlveldisins, kemur líka við sögu í „Morgunverkum“ (áður birt í Þjóðviljanum 17. júní 1972) sem lýsir önnum Vilborgar meðan hún var au paire hjá íslenska konsúlnum eða „the fishmonger“ í Edinborg 1953.20 Eftir óveðursnótt hefur tré nágrannans stráð fagurgulum, fullþroska plómum yfir eldhúsdyrahlaðið sem vinnukonunni bar að sópa fyrir komu mjólkurpóstsins klukkan sjö. Glöð tínir hún plómurnar í svuntuvasa sinn og um kvöldið biður hún Drottinn um nýja haustlægð. Bænin er ekki heyrð en skáldinu þóknast ekki að „dekstra karlinn“ […] heldur lét ég það verða mitt fyrsta verk í morgusárið að reka sópinn upp í plómutréð þar sem það slútti yfir vegginn – ekki samdi Drottinn Jave boðorðin handa þjónum vinnukonum eða kvenfólki yfirleitt þau gerði hann einungis handa húsbændunum þess vegna rauf ég enga sætt þegar ég hristi niður plómurnar […]21 Líta má á þetta ljóð sem einhver fyrstu merki frelsunar- og kvennaguðfræði á íslensku.22 Samræmist það vel róttækri félagslegri afstöðu Vilborgar og þeirri uppreisn sem hún hefur lýst sig í gegn þeim Guði sem birtist sem „karlinn“.23 Sá guð feðraveldisins sem hér kemur fram er kaldur og fjarlægur. Slíkur Guð birtist líka en á annan hátt í „Birtan í kirkjunni“ (Síðdegi). Þar er brugðið upp mynd úr fátæklega búinni sveitakirkju með ferkantaðan glugga yfir altarinu sem rammar inn fífilbrekku á sumrin en skafrenning og kóf á vetrum:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.