Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 121
H u g v e k j a
TMM 2017 · 1 121
búðarglugga sálarþynnkunnar en
kannske ekki fullskrifaður enn. Og þá er
aftur komið að símtalinu 11. janúar 1977.
Mér er það gersamlega óskiljanlegt að
nokkrum skuli geta dottið það í hug, eða
tekið mark á því ef honum væri það sagt,
að til væri franskur lykilróman um Geir-
finnsmálið, sem væri þannig að rann-
sóknardómari þyrfti að kynna sér hann,
og ná tali af þeim sem væri ratvís á þess
konar skrif, ef ekki væri eitthvað sem ýtti
á. Hér var líkast til einhver ný „rann-
sóknartilgáta“ á ferðinni, sem sé nýr reyf-
ari, en af annarri grein bókmenntanna
en hinn fyrri.
En þessi nýja saga sprakk líka eins og
fyrri reyfarinn, kannske var hinn ötuli
sendiráðsritari sá oddhvassi títuprjónn
sem stakk á hana gat. Þá var ekkert eftir
nema sú hryggilega þrautalending að
skella allri skuldinni á fyrstu sakborn-
ingana, smákrimmana, sem upphaflega
höfðu einkum verið vitni gegn stórlöxun-
um, að Guðjóni viðbættum svo ekki væri
hægt að halda því fram að rannsóknin
hefði verið til einskis. Það ráð var tekið,
sennilega nokkuð fljótt eftir ofangreint
símtal, og frá því skýrt á blaðamanna-
fundi 2. febrúar. En þar mátti kannske
líka greina örlítið bergmál af seinni reyf-
aranum, einhvers konar tregróf eftir
hann andaðan. Eða eins og Jón Daníels-
son tekur upp úr frétt Morgunblaðsins af
fundinum:
„Örn sagði að lokum, að inn í þetta
spilaði að ungmennin væru öll róttæk í
skoðunum, með ákveðnar skoðanir á
ríku fólki og þau hafi viljað í og með að
sitthvað yrði grafið upp um fortíð þeirra,
sem að Klúbbnum standa.“
Nú má enginn skilja mál mitt svo, að
það eigi að vera einhver breiðsíða gegn
rannsóknarlögreglumönnunum. Þeir
sömdu sínar sögur eins og allir gera, því
það er háttur manna að setja jafnan
saman sögur um hina ýmsu þætti sinnar
eigin tilveru og annarra, þær eru ómiss-
andi tæki til að festa hana í einhvern
skiljanlegan ramma. Án þeirra væri lífið
óskiljanlegur óskapnaður, kaos hjá Maó,
og rynni hjá í glórulausu tilgangsleysi.
Sögurnar eru óendanlega margar en mis-
munandi frumlegar, mismunandi litríkar
og mismunandi skáldlegar, og auk þess í
margvíslegum tengslum við annan raun-
veruleika. Það eina sem hægt væri að
álasa rannsóknarlögreglumönnunum
fyrir var það hve saga þeirra – fyrri
sagan, sú eina sem nokkurn veginn er
hægt að þekkja, – var skelfilega einfeldn-
ingsleg, ófrumleg og klisjukennd og þess
vegna í lausu lofti, hún var ekki annað en
vesturheimsk uppsuða með öllu. Slík saga
gat ekki komið neinu til leiðar nema illu
einu.
Þetta ætti að vera víti til varnaðar. Hér
er í rauninni um menntun að ræða. Það
þarf að kenna ungviðinu að handleika
sögur á allan hátt, umgangast þær sem
sprengiefni og rýna jafnframt í þær sem
véfrétt sem þarf að ráða svo ekki fari illa.
Til þess þarf að hafa fyrir því sem fjöl-
breyttastar sögur, Postulasöguna, Banda-
mannasögu, Ali Baba og hina fjörutíu
ræningja, Robinson Krúsó, Reisubók
Gúllívers, Fyrstu mennina á tunglinu,
Birting, Sálina hans Jóns míns, Sindbað
sæfara, og margt, margt fleira; kenna því
hin ýmsu sagnamynstur, láta það bera
þau saman og grafast fyrir um tengsl
þeirra við þann raunveruleika samfélags-
ins sem þau endurspegla á einn eða
annan hátt. Það þarf að kenna því að
gagnrýna sögur af öllu tagi, þar á meðal
þær sögur sem menn segja sjálfum sér,
svo það þekki muninn á þeim sögum
sem hafa einhverja dýpri merkingu, þar
sem orðin eru eins og flutningaskip, og
hinum sem eru ekki annað en marklaus-
ar klisjur og sökkva sögumanninum
niður í kviksyndi. Það er stórt og mikil-
vægt verkefni.