Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 140
U m s a g n i r u m b æ k u r 140 TMM 2017 · 1 falls. Djass fór að verða hluti af sögu nútímatónlistar enda hafði aldrei verið lokað þar á milli – Debussy samdi „rag- time“ og „cake-walk“ og hafði síðan sjálfur áhrif á þróun djassins, og í sumum tónsmíðum millistríðsáranna voru síðan sterk áhrif frá djassi – og gátu þessi umskipti birst í því að verk eftir Duke Ellington voru leikin á symfóníutónleikum t.d. við hliðina á verkum eftir Stravinski. Þennan múr höfðu djassunnendur reyndar lengi vilj- að rífa. Það var kannske enn óvæntara að múrinn milli „æðri tónlistar“ og þess sem áður hafði verið kallað „dægurtón- list“ en var það ekki lengur fór líka að riða til falls. Í ljós kom að „dægurlög“ lifðu stundum allmiklu lengur en eitt dægur, þau voru „sígild“ á sínu sviði („evergreen“ var sagt), og voru lög Bítl- anna endanleg sönnun fyrir því, þau voru jafnvel flutt í hljómsveitarútsetn- ingum á symfóníutónleikum. Það reyndust vera margar vistarverur í hús- inu hennar Evterpu, og sums staðar inn- angengt milli þeirra. Hér hefur langur lopi verið teygður til lítillar peysu en hún stendur samt fyrir sínu og er nytjaflík ef menn vilja klæða tónlistarsöguna í nýjan búning eftir þessar umturnanir allra gilda, því það er vandaverk. En þennan vanda hefur Árni Heimir Ingólfsson leyst ypp- arlega vel í bók sinni Saga tónlistarinn­ ar, tónlist á vesturlöndum frá miðöldum til nútímans, kannske eins vel og unnt er að gera á þessu stigi málsins. Bókin er harla ítarleg og yfirgripsmikil og þar að auki vel skrifuð, höfundurinn þræðir bilið milli þess að vera of tæknilegur í umfjöllun um tónfræðileg atriði og vera yfirborðslegur – þarna eru m.a. allmörg nótnadæmi -, útskýringarnar eru liprar og málið er kryddað alls kyns sögum og athugasemdum, stundum skrítlum um verk og tónskáld. Bókin ætti því að gagnast breiðum hópi lesenda, sem geta notað hana hvort tveggja til uppbyggi- legs lestrar og til uppflettinga, og því ómissandi á bókahillum tónlistarunn- enda. Í fyrri hluta verksins, sem rekur sögu tónlistar allar götur frá miðöldum til loka nítjándu aldar má kannske segja að akurinn sé plægður, en þar nýtur höf- undur líka allra þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum, svo og þeirra breytinga sem orðið hafa á smekk manna og viðhorfum, – breyt- inga sem lýsa sér í auknum skilningi og eru að talsverðu leyti nútímatónskáldum að þakka. T.d. er vel sagt frá ísó rythm- ískum tónsmíðum endurreisnartímans sem mönnum hætti lengi til að líta á sem tilgangslausar tæknibrellur en rað- sinnuð tónskáld hófu til vegs og virðing- ar, enda varð Webern fyrir áhrifum þaðan. Einnig fær Gesualdo sína umfjöllun, en á hann var nánast litið sem skrímsli þangað til Stravinskí tók hann upp á sína arma. Á síðustu árum hafa bæði höfundar ísórythmískra verka og sjálfur Gesualdo fengið sinn fasta sess á tónleikum og á geisladiskum. Svo kemur þekkingin nýja einnig fram í því að í staðinn fyrir að láta sér nægja að nefna forn tónskáld kannske að viðbætt- um fáeinum upplýsingum um starfs- vettvang greinir Árni líka frá einstökum verkum þeirra, þeim sem nú vekja athygli; það gladdi t.d. mitt hjarta að hann skyldi fjalla um hið merka verk „Prophetiae Sybillarum“ eftir Orlando di Lasso, sem áður lá í gleymsku. En vandinn rís upp þegar kemur að tónlist tuttugustu aldar. Hvernig á að gera grein fyrir öllum þeim broguðu til- raunum, stefnum og straumum sem leikið hafa um tónlistarsali? Hvað af því eru lífvænlegar greinar á meiði tónlist- arinnar og hvað eru fúaspítur? Svo bæt- ist annað við, því miður, sem var nýj-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.