Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 46
44
allan saur úr dýrunum. Hreinsun þessi tekur all-
verulega á dýrin, einkum yrðlingana. Yerður þvi
að varast að gefa kapsel nema full ástæða sé
til þess. Sé á hinn bóginn vanrækt að hreinsa
sjúku refina, leggja þeir mjög af, einkum yrð-
lingarnir, og deyja þá oft hópum saman.
b) Hakaormar (strongylidar) eru al-
gengir í öllum refategundum. Þeir eru hármjóir
og 8—12 mm. á lengd. Þeir lifa einnig i þarm-
inum og sjúga sig fasta i slímhimnuna. Á þann
liátt sjúga þeir hlóð og vessa úr dýrinu og veikla
það mjög. Verða dýrin því mögur og máttlítil.
Oft orsaka hakaormarnir slímhimnubólgu og
jafnvel garnabólgu, er saurinn þá með blóðkorg-
uðu slími. Hakaormurinn drepur sjaldan dýrin,.
en þau leggja mjög af og belgurinn verður ljót-
ur. Lækning sama og við spóluorma.
c) Lungnaormar. Refir liafa að minnsta
kosti 2 tegundir af lungnaormum, sem lifa sam-
anhringaðir i slimhimnum barkans og lungna-
pípanna. Lengd þeirra er 2—3 cm. Yrðlingarnir
virðast ekki smitast af ormunum, fvr en þeir
eru tveggja mánaða. Er þvi nauðsynlegt að taka
yrðlingana frá móðurinni, er þeir eru tveggja
mánaða, ef um lungnaormaveiki er að ræða í
refagirðingunni. Þegar yrðlingarnir eru orðnir
3ja mánaða og eldri, smitast þeir auðveldlega
af lungnaormum. Eru dýrin þá oft óhraust og
veik, þangað til þau eru orðin tveggja ára göm-
ul. Yirðist þá sýkin batna af sjálfu sér. Það eru
þannig ungu dýrin, sem veikjast, hafa þá oft