Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 111
109
um, að það væri ekki einungis gaman, heldur
einnig gagnlegt. Eg veit, að það yrði mörgum
fleiri en mér óblandin ánægjaaðsjáþessiskjalla-
livitu smádýr þjóta um fjallshlíðarnar okkar, eða
lífga upp tómlegar heiðarnar með sínu einkenni-
lega, skoppandi stökki, eða hoppandi uppréttir á
hinum löngu afturlöppum, „eins og smástrákur,
er stolizt hefir út á nærskyrtunni einni saman,“
eins og Sverdrup kemst að orði.
Ef hérar væru orðnir almennir liér, tel eg víst
að tófan mundi veiða þá sér til átu, að minnsta
kosti þegar hún liefði ekki annað auðveldara
að fást við, og mundi hún þá láta féð óáreitt.
Eg er sannfærður um, að þeir gætu orðið bein-
línis til gagns á þann hátt.
Hérar höfðu verið fluttir hingað til lands árið
1784, en tófan hafði gert út af við þá. Árið 1861
voru nokkrir hérar fluttir til Viðeyjar frá Fær-
eyjum, „en þeir munu liafa þótt styggja æðar-
varpið og voru drepnir“. (Þ. Tli. Lýsing íslands
II. bls. 453—54). Mér liefir verið sag't, veit þó
ekki nánar um sönnur á því, að eitt hérapar
hafi verið flutt til Vestmannaeyja, líklega nálægt
aldamótunum siðustu. Annað dýrið liafði drep-
izt rétt strax, en liitt liafði lifað nokkuð lengi,
sást þar við og við.
Síðastliðið vor leitaði eg hófanna við Norð-
menn um kaup á lifandi liérum frá Austur-
Grænlandi, en hafði ekki gengið frá þeim mál-
um, er leiðangursskip þeirra var á heimleið það-
an i sumar. Skeyti kom hingað frá skipinu, er