Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 27

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 27
ELDI KÁLFA Á UNDANRENNU OG TÓLG 25 meðaltali (3—12 daga), þegar þeir voru teknir í tilraunina og farið var að gefa t- mjöl saman við nýmjólkina. Allir kálfarnir voru undan fullorðnum kúm nema tveir, sem voru undan fyrstakálfskvígum (nr. 1 og nr. 5). Faðerni kálfanna var ekki skráð. Kálfarnir voru fæddir á tímabilinu frá 31. marz til 21. apríl. Olli það nokkrum erfið- leikum, að kálfarnir voru svo misgamlir, sérstaklega vegna þess, að þeir gengu fimm og fimm saman í stíum. Kdlfahúsið og heilsufar kálfanna Kálfarnir voru aldir í kálfafjósinu í Laug- ardælum. Rimlagólf var í húsinu, og því skipt niður í stíur, þar sem kálfarnir gengu lausir. Um sama leyti og tilraunin hófst var verið að safna saman nýfæddum kvíg- um til afkvæmarannsókna í Laugardælum. í kálfafjósinu voru því um 30 ungkálfar auk tilraunakálfanna. Flestir þessara kálfa veiktust af skitu 5—10 daga gamlir, þó mis- jafnlega mikið. Kálfar nr. 4, 5, 7, 11, og 12 veiktust sára- lítið eða alls ekki á þessum aldri, og mun það vafalaust vera að miklu leyti því að þakka, að farið var að gefa þeim t-mjöl mjög ungum, 3—4 daga gömlum. Kálfar nr. 1, 2, 3 og 10 voru allir orðnir veikir, áður en farið var að gefa þeim t- mjölið, og flestum batnaði fljótt aftur. Af t-mjölskálfunum veiktist kálfur nr. 8 lang- mest og var ekki orðinn heilbrigður fyrr en um 20 daga gamall. Á meðan hann var sjúkur, varð lengi vel að láta hann drekka af flösku, og tókst þá ekki að venja hann á að drekka úr fötu aftur, svo að gefa varð honum úr flösku allan tilraunatímann. Samanburðarkálfarnir nr. 6 og 9 veiktust báðir allilla og þó kálfur nr. 9 miklu verr. Þau niistök urðu í byrjun júní, að t- mjölskálfarnir fengu ekkert fóður í einn sólarhring. Við það veiktust þeir allir, og voru flestir heilsulitlir upp frá því. Fóðrið Fóðrið, senr notað var í tilraun þessari, var blanda af undanrennudufti, fínúðaðri (emulgeraðri) tólg, að viðbættum vítamín- um, steinefnum, snefilefnum og fúkalyf jum. Blandan, sem fyrst var notuð (til 20. maí), var framleidd á þann hátt, að fvrst var fínúðaðri tólg hrært út í hálfseyddri (konsentreraðri) undanrennu, er síðan var þurrkuð í úðaþurrkara þannig, að vatn duftsins var aðeins 2% (framleiðsluaðferð I). Þegar búið var að gefa þessa blöndu upp, var notuð blanda, sem ekki var úða- þurrkuð, heldur var henni dreift á gólf og látin þorna þannig í nokkra daga (fram- leiðsluaðferð II). f þeirri blöndu urðu um 12% af vatni. Við uppgjör er miðað við 2% vatn. Fóðurgildi blöndunnar var fundið þann- ig, að reiknað var með, að 1 kg af þurr- efni í undanrennu gæfi 1.33 fe. og 344 gr hrápróteín og 1 kg af dýrafitu 3.21 fe. Eitt kg al 100% þurru t-mjöli gefur því 1.68 fe. og 260 gr hrápróteín. Ef miðað er við 2% vatnsmagn í mjölinu, verður fóður- gildi í 1 kg 1.65 fe. og 255 gr hrápóteín. í uppgjöri er reiknað með 2% vatnsmagni í t-mjölinu. Um samsetningu og framleiðsluaðferðir fóðursins vísast til skýrslu Rannsóknastofn- unar iðnaðarins, sem annaðist framleiðsln þess. Fóður samanburðarkálfanna nr. 6 og 9 var ekki mælt nákvæmlega. Reynt var að spara nýmjólk og í staðinn geiið töluvert af undanrennudufti, allt að 800—900 gr á dag. Hey og kjarnfóður fengu þessir kálf- ar að vild. NIÐURSTÖÐUR Fóðuráætlun og raunveruleg fóðurneyzla Við fóðrun kálfanna skyldi farið sem mest eftir lyst kálfanna, þannig að þeir fengju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.