Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Síða 41

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Síða 41
TILRAUNIR MEÐ MJÓLKURKÝR 39 víð Davíðsson prófessor, Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir og Stefán Aðalsteinsson sér- fræðingur. Kristinn Jónsson og Jóhannes Eiríksson sáu um daglega framkvæmd tilraunanna. Efnagreiningar voru gerðar á búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans. Fitumælingar á mjólk voru gerðar í Mjólkurbúi Flóa- manna. Blóðrannsóknir voru gerðar á Rannsóknastofu Landspítalans. Dr. Sturla Friðriksson framkvæmdi flokkun á gróður- svæðum á túni og úthaga sumarið 1960. Tilraunaráð búfjárræktar bar kostnað af framkvæmd tilraunanna. Tilraunirnar, sem lýst er hér á eltir, eru sumpart framhakl á tilraunum þeim, sem gerðar voru árin 1954—1957. Þannig eru rannsökuð áhrif kjarnfóðurgjafar með túnbeit öll sumurin. Önnur atriði eru ný. svo sem rannsókn á áhrifum yfirbreiðslna á nythæð og rannsókn á áhrifum fóðurkáls á nythæð. Finnig eru rannsóknirnar sum- arið 1960 á efnasamsetningu úthagagróð- ursins nýmæli. Enn fremur var tekinn upp nýr þáttur í þessum rannsóknum sumurin 1960 og 1961, í samvinnu við Davíð Davíðsson prófessor, en þau sumur voru rannsökuð áhrif tún- og úthagabeitar, kjarnfóðurgjafar og mis- munandi tegunda af fóðursöltum á heil- brigði kúnna. Þau sumur voru tekin blóð- sýni úr kúnum til rannsóknar með ákveðnu millibili. Niðurstöðurnar af blóðrannsókn- unum verða birtar annars staðar. Við stærðfræðilegt mat á niðurstöðum tilraunanna hefur einkum verið stuðzt við bók C. H. Gouldens (1957). I. KAFLI Beitartilraunir sumarið 1958 RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR Tilraunaverkefni og skipting Itúnna i flokka Sumarið 1958 voru gerðar þrjár beitartil- raunir í Laugardælum. Fyrsta tilraunin, nr. 1, stóð frá 10. júní til 22. júlí, hin næsta, nr. 2, frá 23. júlí til 28. ágúst og hin þriðja, nr. 3, frá 13. september til 18. október. í hverri tilraun voru 24 kýr. Var þeim í byrjun hverrar tilraunar skipt í fjóra jafna flokka eftir sömu reglum og árið 1957 (Kristinn Jónsson og Stefán Aðal- steinsson, 1961). í tilraun nr. 2 voru not- aðar allmargar kýr, sem áður höfðu verið í tilraun nr. 1, og í tilraun nr. 3 nokkrar kýr, sem höfðu verið í tilraunum nr. 1 og 2, annarri eða báðum. í tilraun nr. 1 gengu kýrnar í flokkun- um A I og A II á túni allan sólarhringinn, og fengu kýrnar í flokki A I ekkert kjarn- fóður með beitinni nema fyrstu viku til- raunaskeiðsins, en þá fengu þær hver fyrir sig 2 kg af kjarnfóðri á dag. Kýrnar í flokki AII fengu kjarnfóður frá byrjun tilraunar eftir nythæð, sjá töflu 1. Kýrnar í flokkunum B I og B II gengu utan túns á daginn, en á túni á nóttunni milli mjalta, og fengu kýrnar í flokki B I ekkert kjarnfóður nema fyrstu vikuna 2 kg á kú á dag, en kýrnar í flokki B II fengu kjarnfóður eftir nythæð, sjá töflu 1. Öllum kúnum í tilrauninni var gefið hey á kvöldin fyrir mjaltir fyrstu viku tilrauna- skeiðsins. Kjarnfóðrið var kúafóðurblanda SÍS. Af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.