Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 52

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 52
50 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR ur með beitinni. í tilraun nr. 2 hefði dags- nyt átt að verða um 3.8 kg hærri hjá kún- um í kjarnfóðurflokknum en hjá þeim, sem ekki fengu kjarnfóður. Þegar þessar tölur eru bornar saman við töflu 4, sést, að í til- raun nr. 1 hafa kjarnfóðuráhrifin ekki numið nema um 36% af því, sem orðið hefði við fulla nýtingu kjarnfóðursins, og í tilraun nr. 2 hafa kjarnfóðuráhrifin ekki orðið nema um 28% af því, sem vænta mátti, miðað við, að kjarnfóðrið kæmi til viðbótar beitinni. Hafa kúnum orðið lítil not að kjarnfóðr- inu i þessum tiiraunum, en samt nokkru meiri en í tiiraununum árin 1956 og 1957 (Kristinn Jónsson og Stefán Aðalsteins- son, 1961). Er því auðsætt, að kýr, sem ganga á vel sprottnu túni allan sóiarhring- inn eða á úthaga á daginn og túni á nótt- unni, draga af sér við beit, ef þeim er gefið kjarnfóður með beitinni. Kjarnfóðrið kem- ur því ekki til viðbótar góðri beit, heldur að mestu ieyti í stað hennar. II. KAFLI Beitartilraunir sumarið 1959 RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR Tilraimaverkeftii og skipting kúnna i flokka Sumarið 1959 voru gerðar tvær beitartil- raunir í Laugardælum. Fyrri tilraunin, nr. 1, stóð frá 20. júní til 20. ágúst, en hin seinni, nr. 2, frá II. september til 1. októ- ber. í hvorri tilraun voru 24 kýr, er skipt var í fjóra jafna flokka eftir sömu reglum og árið áður, sjá bls. 39. Tilraun nr. 1 var endurtekning á tilraun nr. 1 frá sumrinu 1958 og tilraun nr. 2 endurtekning á tilraun nr. 3 sumarið 1958, bls. 39—40. Kjarnfóðurgjöfin fór eftir nyt kúnna eftir sömu reglum og þá, sjá töflu 1. Fóðurblandan var því nær alveg hin sama og árið áður, og þurfti 1.02 kg af henni í 1 F.E., og í hverri F.E. voru 179 grömm af meltanlegri hreineggjahvítu. Kýrnar í flokkunum A I og B I í tilraun nr. 1 fengu nú ekkert kjarníóður á til- raunaskeiðinu, þar eð tilraunin hófst ekki fyrr en nærri mánuði eftir, að beit hófst. Gjöf á lieyi, fóðurkáli og kjarnfóðri í til- raun nr. 2 var hagað á sama hátt og í til- raun nr. 3 árið áður. Sömu reglur voru viðhafðar og áður um mælingu á nyt og fitu, vigtun á kúnum, mjaltatíma og annað það, er máli skipti, eftir því sem framast var unnt, sjá bls. 40. Sumarið 1959 var gefið Stewart-fóðursalt með kalsíum-fosfór-hlutfallinu 1.5:1. Beitilandið, áburðarnotkun og tilhögun beitar í tilraun nr. 1 gengu kýrnar á sama beiti- landi og sumarið áður, og var hólfaskipt- ing, girðingar og brynning eins og áður, sjá bls. 39—43 og myndir 1 og 4. Áburðar- magn á beitilandið var hið sama og árið áður og sömu áburðartegundir, sjá bls. 42. 19. maí var dreift steinefnaáburði og þriðj- ungi köfnunarefnisáburðar, en helmingi köfnunarefnisáburðar 18. júní til 4. júlí, og síðasta sjötta hluta hans dagana 17.—21. ágúst, sjá mynd 4. Byrjað var að beita kúm á helming til- raunabeitilandsins hinn 23. maí og beitt á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.