Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Qupperneq 89

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Qupperneq 89
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1969 1,2: 87-101 Samanburður á afurðum þungra og léttra áa Halldór Pálssonog Stefán Sch. Thorsteinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. 1. Gerð var tilraun þrjú ár í röð með samanburð á afurðagetu þungra áa, 72.7 kg, og léttra, 55.1 kg, á Hesti, sem fóðraðar voru á tímabilinu frá 1. desember til 1. maí ár hvert samkvæmt fóðurþörf með tilliti til mismunar á meðalbunga ánna í hvor- um flokki, en aðra tíma árs gengu þær saman með öðru fé búsins. 2. f hvorum flokki voru 50 ær hvert ár. í A-flokki þær, sem voru þyngstar 1. október, er þær voru þriggja vetra, og einnig þyngstar 1. október ár hvert, er hver tilraun hófst. í B-flokk voru léttustu ærnar valdar á sama hátt. Allar ær í tilrauninni höfðu gengið með lambi þriggja vetra og einnig sumarið áður en hver tilraun hófst. 3. Frá 1. desember til 1. maí þessi þrjú ár var meðalfóðureyðsla þungu ánna 26.4 FE meiri en hinna léttu. 4. Fyrsta árið voru þungu ærnar raunhæft frjósamari en þær léttu, en hin tvö árin var frjósemin hin sama í báðum flokkum. Tvílembingar voru fæddir aðeins þyngri und- an þungu ánum en hinum léttu, en hið gagnstæða gilti um einlembinga, en þessi mun- ur var þó ekki raunhæfur. Ekki reyndist raunhæfur munur á fallþunga lamba undan þungu og léttu ánum. Þó skiluðu þungu ærnar aðeins meira dilkakjöti öll árin. Nam sá munur að meðaltali 0.19 kg eftir tvílembu, 0.59 kg eftir einlembu og 1.39 kg eftir á, sem skilaði lambi. Þessi afurðamunur, miðað við verðlag 1968, greiðir þó að mestu viðbótarfóðurkostn- að þungu ánna frá 1. desember til 1. maí, en ekkert fæst fyrir það fóður, sem þungu ærnar taka til sín umfram þær léttu frá 1. maí til 1. desember. 5. Niðurstöður þessara tilrauna benda til, að ekki sé hagkvæmt að rækta mjög þung- ar ær. Líkur benda til, að hagkvæmasti haustþungi dilkgenginna áa sé frá 55 til 65 kg. INNGANGUR Við fjárval er alla jafna tekið mikið tillit til vænleika einstaklinganna, þ. e. þunga þeirra á fæti. Slíkt er eðlilegt, því að þung lömb leggja sig venjulega meira en þau, sem léttari eru á fæti. Þó getur mismunur á kjöthlutfalli valdið því, að stærri lömbin leggja sig ekki eins mikið meir en þau smærri, eins og búast mætti við eftir útliti og þungamun á fæti. Mikill þungi lamba að hausti, miðað við aldur þeirra, þ. e. mikill vaxtarhraði á dag frá fæðingu til sláturtíðar, er tvímælalaust einn mikilvæg- asti eiginleiki fjárstofnsins. Hins vegar er ekki víst, að æskilegt sé, að fullorðið fé, hvort heldur ær eða hrútar, sé geipilega þungt. Þyngri kindin þarf meira fóður til viðhalds allt árið en sú léttari. Við- haldsfóðrið miðast við þunga einstaklings- ins í 0.75 veldi (þungi o-73). Þarf því t. d. sama fóður til viðhalds 70 áa, er vega til jafnaðar 70 kg, og handa 90 ám, er vega 50 kg til jafnaðar. Af þessari ástæðu einni þurfa þungar ær að gefa af sér mun meiri afurðir en léttari ær til þess að vera jafn- hagkvæmar í búi bóndans. Þegar stórar og þungar ær eru fóðraðar með litlum og létt- um ám í sama húsi, veit enginn, hvort þær fá fóður i hlutfalli við þörf sína eftir þunga eða hvort stóru ærnar aféta hinar litlu eða öfugt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.