Studia Islandica - 01.06.1941, Qupperneq 40
38
Bergmann, er áður er nefndur, og kom þýðingin út í Strass-
bourg („Les chants de Sól (Sðlarliód), poéme tiré de
l’Edda de Sæmund, publié avec une traduction et un Com-
mentaire").
Af þessu stutta yfirliti og einkum af skránni, er fylgir
riti þessu, má sjá, að Frakkar hafa allmjög sinnt fornum
íslenzkum fræðum. Hafa margar ritgerðir um íslendinga-
sögur, Eddur og önnur fornaldarrit birzt á frönsku, eins
og á mörgum öðrum málum. Verður lítt vikið að þeim í
þessu riti. Af seinni tíma bókmenntum hefir lítið verið
þýtt á frönsku. Þýðing á Lilju Eysteins Ásgrímssonar
kom út árið 1858 og er álit manna, að síra BaucLoin hafi
verið þýðandi, þótt þess sé hvergi getið, svo kunnugt sé.
P. Naert, kornungur fræðimaður og lektor við háskólann
í Reykjavík, gerði tilraunir til að snúa nokkurum íslenzk-
um kvæðum á frönsku í tímaritinu „Yggdrasill“. Eru þar
nokkur kvæði Hannesar Hafsteins og Tómasar Guðmunds-
sonar. Kvæði Tómasar, 23 að tölu úr bókinni „Fagra ver-
öld“, voru síðan gefin út sérprentuð 1939 1 París og nefnd
„Poemes islandais". Þýðandinn Pierre Naert ritaði for-
mála um Tómas og lýsti skáldskap hans af miklum skiln-
ingi. Segir hann m. a. frá því, að þegar Tómas varð stúd-
ent 1921 og tók þátt í veizlufagnaði félaga sinna, stóð
hann upp og hélt sína fyrstu ræðu, sem voru aðeins þessi
orð: „Villt vín og rauðar rósir“. Þýðingar Naert’s gefa
óljósa hugmynd um list Tómasar, hinn fíngerða næmleika
hans, glens hans og bragsnilld. Veldur því bragform
Frakka, sem háð er allt öðrum reglum. Meðal þeirra
kvæða, sem Naert hefir þýtt, eru „Austurstræti“ og „Jap-
anskt ljóð“. Fer það hér á eftir sem sýnishorn á þýðing-
um Naert’s:
CHANT JAPONAIS.
Les matins japonais versent un jour soyeux
sur l’onde au sein profond bordé de sable blanc.
De jeunes gars alors poussent á l’eau leur barque
et plongeant vont cueillir les perles sous-marines.