Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 43
41
prófessor í norrænu við háskólann í París og var einkum
sérfróður í bragfræði og Norðurlandabókmenntum og
mun einnig hafa lagt nokkura stund á íslenzk fræði.* 1)
Eftirmaður hans varð Alfred Jolivet, er lagt hefir mikla
stund á íslenzku og skilur nútíðarmál til fullnustu. Legg-
ur hann höfuðáherzlu á íslenzku í kennslu sinni og hefir
flutt fyrirlestra um íslenzkar nútíðarbókmenntir við Par-
ísarháskóla og ritað fræðandi greinar „Lettres islandaises“
í „Revue des deux mondes“. En á undan þeim Verrier og
Jolivet var Paul Passy kennari í norrænu við Parísarhá-
skóla og mun hafa verið frumkvöðull að stofnun þessa
embættis. Hann hefir samið ýmis fræðirit, einkum í hljóð-
fræði. Hann kom til íslands fyrir aldamótin 1900, lagði
stund á íslenzku og talaði hana sæmilega.
Þá má og geta þess, að árið 1914 birtist ritgerð um Jó-
hann Sigurjónsson í frönsku tímariti eftir Léon Pineau
og var honum þar líkt við Ibsen og má af því marka, hverj-
ar vonir margir erlendir menn gerðu sér um Jóhann, ef
honum hefði orðið lengra lífs auðið.2) Galdra-Loftur var
þýddur á frönsku síðar og leikinn 1918—19 í Theatre des
Champs Elysées af frægum leikurum, en fékk lélegar við-
tökur, eins og sjá má af ritdómi, er birtist í „Le Temps“
eftir hinn fræga leikdómara Adolyh Brisson.
víeux scandinave. Paris, 1921 (81 bls.) = Collection lingu. publ. par
la Société de linpu. de Paris X. -— L’adjective „divin“ en germani-
que. Mélanges offerts á Charles Andler. Strassburg, 1924 (79—107).
Eftir.hann eru einnig: L’étude du paganisme scandinave au XXe
siécle. Extr. de la Rev. de l’histoire des religions, tome CXII, bls.
33—107 (París 1926) og „Genou“, „adoption" et „parenté" en ger-
manique. Extr. du Bulletin de la Société de Linguistique de Paris,
tome XXVIII, 1926, bls. 56—67. — Um hann hefir ritað Sig. Nordal
í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1930, 29 o. áfr.
1) Um hann hefir ritað Guðmundur Finnbogason í Almanaki
Þjóðvinafélagsins 1930, 32 o. áfr.
2) Léon Pineau: Un poéte dramatique Johann Sigurjonssonn.
La rev., XXXVe année. No 13—14. Paris 1914, 52—67, 188—201
(„Un Ibsen islandais").