Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 10
Náttúrufræðingurinn 10 Hér kemur fram að fossinn sé 13–15 m hár, sem er ekki nákvæm tala og Björn segir ekki hvernig hún er fengin. Mönnum ber raunar kynlega illa saman um hæð Öxarárfoss. Sigurjón Rist segir hann vera 9 m háan í bókum sínum Íslensk vötn14 og Vatns er þörf15 en Sig- urður Þórarinsson telur hann 8 m í skrá sinni Fossar á Íslandi.16,17 Hvor- ugur þeirra nefnir með hvaða hætti þeir mældu fossinn. Matthías Þórðarson lýsir Þingvelli og umhverfi hans manna best í bók sinni Þingvöllur.18 Hann mældi fossinn hinn 14. nóvember 1928 og reyndist hann vera 12,5 m á hæð. Breidd hans, segir hann, mjög misjafna eftir vatnsmagni árinnar. Þegar mikið er í ánni fylli hún út í skarðið í brún gjárinnar sem er 26,5 m á breidd. Miðað við þessar upplýsingar er fossinn einhvers staðar á bilinu 8–15 m hár. Það er auðvitað óviðunandi að hafa ekki öruggari vitneskju um fallhæðina á sjálfum Öxarárfossi, einum frægasta fossi landsins. Þess vegna var farið á vettvang og fossinn mældur nákvæm- lega. Auðvelt er fyrir tvo menn að mæla hann með góðu málbandi. Annar fer á fossbrúnina norðan ár. Þar er auðvelt að athafna sig og ná mælingu niður nánast lóðréttan klettavegginn frá brún og niður í urðina undir fossinum. Hinn maðurinn tekur þar við málbandsend- anum og ber hann að vatnsborðinu. Nákvæmnin er upp á 10 cm til eða frá. Mælingin sýndi rúma 12 m, þ.e. svip- aða tölu og Matthías Þórðarson fékk enda hefur hann vafalítið beitt sömu aðferð á sama stað. Neðan við fossinn fellur áin síðan í flúð fram af urðinni og niður í botn gjárinnar. Flúðin er um tveggja metra há. Þar með er komin sú fallhæð sem Björn Th. Björnsson nefnir. Heildarfallhæðin er sem sagt um 14 m samkvæmt mælingu með málbandi. Í 2. töflu eru gefnir upp nokkrir punktar sem mældir voru með nákvæmu GPS tæki. Þar sést að heildarfallhæðin við fossinn er 13,89 m. VATNAVEITINGAR FORNMANNA Í Landnámu segir frá því þegar Ketil- björn gamli Ketilsson og Helga Þórðar- dóttir kona hans komu til Íslands þegar nokkuð var liðið á landnámsöld og land víða numið með ströndum fram. Þau komu á skipi sínu Elliða og lögðu því í ósa ánna sem síðan fengu nafn skipsins. Fyrsta veturinn dvöldust þau hjá Þórði skeggja föður Helgu á Skeggjastöðum á Kjalarnesi. Um vorið fór Ketilbjörn að leita sér að jarðnæði undir bú. Hann fór austur yfir Mosfellsheiði með nokkra fylgdarmenn. Þeir virðast hafa skoðað sig vandlega um við Þingvallavatn en ekki litist nógu vel á og fóru því austur yfir Lyngdalsheiði. Þar kunnu þeir betur við sig og námu stór héruð og reistu bæ á Mosfelli. Í Landnámu segir um dvöl- ina við Þingvallavatn: „Þeir höfðu náttból og gerðu sér skála. Þar heitir nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan komu þeir að á þeirri, er þeir kölluðu Öxará. Þeir týndu þar öxi sinni.“ Sagnaritarinn virðist telja að Öxará hafi runnið skammt frá Skála- brekku á landnámstíð. Í Haukdælaþætti Sturlungu er sama frásögn af Ketilbirni gamla og í Land- námu en þó nákvæmari því söguritari skýtur inn athugasemd um að áin renni ekki lengur þessa leið. Þar segir: „En þeir gerðu sér skála þar er þeir höfðu náttból þar er þeir kölluðu að Skálabrekku. En er þeir voru þaðan skammt farnir þá komu þeir að árís og hjuggu á vök og felldu í öxi sína, og kölluðu hana af því Öxará. Sú á var síðan veitt í Almannagjá, og fellur nú eftir Þingvelli.“ Margir hafa velt fyrir sér hvort nokkur fótur sé fyrir þeirri sögn að fornmenn hafi veitt Öxará úr gömlum farvegi sínum og beint henni niður í Almannagjá. Engar fornar fyrir- hleðslur eru þekktar eða veituleiðir. Matthías Þórðarson telur að margt bendi til að Öxará hafi verið farin að falla til Almannagjár af og til löngu fyrir landnám og að Efrivellir og Neðri- vellir hafi myndast af framburði úr ánni þótt áin hafi á landnámstíð fallið vestan Almannagjár og um Árfarið 2. tafla. Nokkrir hæðarpunktar mældir með nákvæmu GPS-tæki. – Some GPS elevations. Punktur Elevation point m y.s. masl Austur East Norður North Fossbrún Öxarárfoss The edge of Öxarárfoss waterfall 132,84 397361 419865 Stórgrýti undir Öxarárfossi Rocks at the toe of Öxarárfoss 121,86 397362 419865 Hylur neðan Öxarárfoss The plunge pool of Öxarárfoss (surface) 119,05 397407 419875 Drekkingarhylur Drekkingarhylur 107,27 397150 419331 Áin neðan brúar við Drekkingarhyl Öxará downstream of Drekkingarhylur bridge 100,44 397244 419383 Peningagjá vatn Peningagjá water surface 100,18 397343 419055 Peningagjá brú Peningagjá bridge 103,50 397389 419058 Öxará neðan ræsis nálægt Þingvallabæ Öxará near Þingvellir church 100,01 397281 419027 Lok borholunnar VH-13 VH-13 borehole cap 102,51 397378 419645
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.