Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 13 einhverja ófegurstu brú sem um getur. Árið 2002 lögðu þingmennirnir Mörður Árnason og Karl V. Matthíasson fram þingsályktunartillögu um endurheimt Drekkingarhyls í Almannagjá og vildu láta kanna hvernig hylurinn gæti endur- heimt sinn forna svip.29 Tillagan hlaut ekki samþykki alþingis þótt í raun væri ekki gert ráð fyrir öðru en könnun á því sem gera þyrfti til að hylurinn fengi sitt gamla útlit og hvað það kostaði. Baldur Þór Þorvaldsson, fyrrverandi starfs- maður Vegagerðarinnar og brúarsögu- sérfræðingur, kannaði þetta mál hins vegar á eigin spýtur.30 Hann telur lýs- ingu Björns Th. mjög orðum aukna og að fullyrðing hans um að berghaftið hafi verið sprengt og lækkað hafi ekki við rök að styðjast. Hins vegar er hann sam- mála því að brúin sé ekkert augnayndi og eigi að hverfa í núverandi mynd en léttbyggðari brú og aðkeyrsla að koma í staðinn. Jafnframt eigi að hreinsa burt grjót og fyllingarefni úr hylnum og færa hann þannig í því sem næst upprunalegt horf. Þessar tillögur virðast bæði þarfar og góðar. Því má bæta við að Þingvellir komust á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004. Sérfræðinganefnd stofn- unarinnar setti raunar nokkur skilyrði og benti á atriði sem unnið skyldi að. Meðal þeirra var að létt brú skyldi koma á Drekkingarhyl í stað núverandi brúar. Þessu hefur ekki verið sinnt sem skyldi. VIRKJUN ÖXARÁR Jón Guðmundsson, bóndi á Brúsa- stöðum, keypti Hótel Valhöll árið 1919. Þá stóð hótelið austan Öxarár á svoköll- uðum Köstulum. Þar kom hann upp raflýsingu árið 1927 og framleiddi raf- magnið með dísilvél til að byrja með.31,32 Árið 1929 var gamla hótelbyggingin tekin niður og endurbyggð vestan Öxarár þar sem hótelið stóð síðan allt til þess að það brann sumarið 2009. Á sama tíma og þessar framkvæmdir stóðu yfir íhugaði Jón að virkja Öxará enda var þá verið að reisa litlar vatnsaflsvirkjanir víða um land. Í umræðum um friðun Þingvalla á alþingi 1928 kemur fram að þá hafði Jón farið fram á leyfi til virkj- unar.33 Ljóst er af umræðunum að þing- mönnum leist ekki á virkjun við Öxarár- foss og töldu að hún myndi spilla helgi staðarins og fegurð. Friðun Þingvalla var síðan samþykkt samhliða stofnun Þjóðgarðsins. Ekki er ljóst hvort Jón á Brúsastöðum hafði virkjun við Öxarár- foss einhvern tíma í huga. Þegar hann hóf virkjunarframkvæmdir 1932 var það í hans eigin landi, ofan við Brúsastaði þar sem Öxará fellur í flúðum og strengjum niður á jafnlendið.34 Þarna byggði hann inntaksstíflu, lagði aðfærslupípur, reisti stöðvarhús, kom upp raflínu og brúaði meira að segja ána gegnt stöðvarhúsinu (6. mynd). Virkjuð fallhæð var 13 m og lengd pípu um 180 m. Rafallinn var 37 kw rakstraumsrafall frá ASEA í Svíþjóð en vatnshjólið var smíðað í Landssmiðj- unni. Ekki hafa fundist nein mæligögn um rennsli árinnar frá þessum tíma en vafalítið hafa menn þó reynt að meta það þegar lagt var á ráðin um vélar og búnað. Þetta var rennslisvirkjun án miðlunar og hafði lítil sem engin áhrif á rennsli Öxarár. Rafmagnið var leitt til Brúsastaða, Hótel Valhallar og í Þing- vallabæinn. Nokkru síðar bættust sum- arbústaðir í grenndinni við og einnig lét Jón lýsa upp Þingvallakirkju og fékk hún rafmagnið endurgjaldslaust. Raf- línan til Þingvalla var 2,6 km að lengd. Þetta var mikil framkvæmd og dýr fyrir einstakling, kostaði 25.000 kr. á verðlagi ársins 1932. Margt var því af nokkrum vanefnum gert og reksturinn gekk brö- sótt til að byrja með. Línan gat ekki flutt nema takmarkaða orku og spennufall var oft óhóflegt vegna þess hve grönn línan var. Auk þess urðu ýmsar truflanir við stífluna af völdum framburðar og kraps í ánni. Jón vann því stöðugt að endur- bótum og hafði stækkun í huga. Árið 1942 endurnýjaði hann stífluinntakið og lét setja gildari víra í línuna og varð það til mikilla bóta. Með vaxandi umsvifum á Þingvöllum dugði þetta rafmagn ekki og fyrir lýðveldishátíðina 1944 var sett dísilrafstöð við Valhöll og notuð sam- hliða vatnsaflsstöðinni á sumrin fram til 1946. Þá var rekstri virkjunarinnar hætt en rafmagnið alfarið framleitt með olíu á vegum hlutafélags sem ann- aðist rekstur Valhallar frá 1944 til 1964 þegar Þingvellir fengu loks rafmagn 6. mynd. Rústir Öxarárvirkjunar sem Jón Guð- mundsson, bóndi á Brúsastöðum byggði árið 1932. – The ruins of the small power station in Öxará river built by the farmer at Brúsastaðir in the year 1932. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.