Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 14
Náttúrufræðingurinn 14 frá Sogsvirkjun. Mannvirki virkjunar- innar gömlu eru enn vel sýnileg við ána ofan Brúsastaða, stífla stöðvarhús og brúarstólpar. VATNAVEITINGAR FYRIR ALÞINGISHÁTÍÐ Í bók Sigrúnar Helgadóttur um Þingvelli er viðtal (bls. 51) við Einar B. Pálsson verkfræðing (1912–2011) þar sem fram kemur fróðleikur varð- andi undirbúning alþingishátíðar- innar 1930.20 Sumarið áður var Einar í vinnuflokki með nokkrum strákum við hátíðarundirbúninginn. Einn daginn voru þeir sendir upp með Öxará í þeim tilgangi að stífla hana og beina henni frá Þingvöllum. Þetta var kalsamt verk. Þeir ösluðu í ískaldri ánni með frum- stæð verkfæri og hlóðu upp garði úr torfi og grjóti. Þannig veittu þeir ánni í gamla farveginn sem hún hafði runnið í á landnámstíð. Öxarárfoss hvarf og farvegirnir niðri á völlunum þornuðu. Þetta var gert til þess að ná mætti möl úr ánni í alla þá vegi og stíga sem gera þurfti. Á Þingvöllum er lítið um möl og þetta sparaði gríðarlega efnisflutninga. Þegar búið var að malbera vegi og götur á hátíðarsvæðinu var stíflan rofin og Öxará rann á ný um vellina. Viðtalið við Einar var tekið haustið 2009 svo þar rifjar hann upp atburði sem gerst höfðu 80 árum fyrr. Saga hans sýnir hversu auðvelt er að beina ánni til og frá á hrauninu ofan við Öxar- árfoss og rennir í raun stoðum undir frásögn Landnámu af vatnaveitingum fornmanna. NIÐURSTÖÐUR Öxará á sér viðburðaríka fortíð hvort sem litið er til jarðsögu eða þjóðarsögu Íslands. Þó hefur ekki fyrr verið skrifuð sérstök grein um ána þótt hennar sé víða getið í landlýsingum, sögum og kveð- skap. Miklar breytingar urðu á Þing- vallavatni og rennslisleið Öxarár fyrir um 10.200 árum þegar Þingvallahraun rann og fyllti norðurhluta Þingvalla- lægðarinnar. Eftir það rann hún lengi suður með vesturjaðri hraunsins og til vatnsins í Árfari nálægt Skálabrekku. Gliðnun jarðskorpunnar, landsig og myndun Almannagjár ollu því að áin tók að leita inn á hraunið og falla til Þingvalla. Fyrst í stað gerðist það í vatnavöxtum en aðalfarvegurinn var áfram til suðurs neðan Kárastaða og til Skálabrekku. Þar setti áin af sér allmikla framburðarfyllu. Um eða eftir stofnun alþingis árið 930 tók hún að renna að staðaldri til Almannagjár og Þingvalla. Ekkert mælir gegn þeirri sögn að forn- menn hafi veitt henni þá leið þótt engin ummerki sjáist um það, hvorki garðar né veituleiðir. Létt verk hefur verið að veita henni um flóðfarvegi þessa leið. Rennsli Öxarár hefur heldur aldrei verið mælt með nákvæmum hætti fyrr en í tengslum við þessi greinarskrif. Áin er dragá með öll einkenni sem slíkum ám fylgja, miklum sveiflum í rennsli, vatnshita og framburðarmagni. Í mestu þurrkum hefur hún þorrið gersamlega en í úrkomutíð og leysingum verður hún foraðsmikil. Áætlað meðalrennsli hennar er 2,5 m3/s en mælt rennsli hennar nálægt ósum við Þingvallavatn í apríl 2017 var 1,3 m3/s. Mælingar sýna að vatn hripar úr ánni á leið hennar yfir hraunin frá því að hún rennur inn á þau við Brúsastaði og þar til hún fellur úr Almannagjá við Drekkingarhyl. Tölur um hæð Öxarárfoss hafa verið nokkuð á reiki í fræðiritum og hand- bókum, og hafa leikið á bilinu 8–15 m. Við mælingar í júní 2017 var fossinn rúmir 12 m frá vatnsborði árinnar þar sem vatnið fellur fram af bjargbrúninni og niður í grjóturðina undir fossinum. Áin fellur síðan í flúð fram af urðinni og niður í botn Almannagjár. Flúðin er um tveggja metra há og því má segja að fallhæðin sé 14 m við venjulegt sumar- rennsli í ánni. ENGLISH SUMMARY ÖXARÁ Öxará is one of the most renowned rivers in Iceland. It has a special status in the geological history as well as in the national history. It has often been men- tioned and praised in poetry and fiction, however, it has never been studied or described hydrologically, nor been the subject of a special written paper until now. During the Holocene the Þingvel- lir area has undergone dramatic changes and this has influenced the Öxará river itself. At the end of the last glaciation the river has most likely had a similar course as today, from the mountains across the lowland into the Þingvellir depression in Preboreal times with deltas at its NW end. The surface of the lake was considerably lower at that time and the relative sea level was higher than today. Then trout, char and salmon could enter the lake from the sea, which they cannot do today. At the end of Preboreal, around 10,200 BP, a huge eruption occurred near Hrafnab- jörg mountain and the vast Þingvellir lava filled up the northern and eastern part of the Þingvellir depression. This inevitably caused Öxará to change its course finding itself a way along the depression between the new lava and the mountain slopes towards south along Árfar near Kárastaðir farm and joining the lake at Skálabrekka where its deltas remained for some thou- sands of years afterwards. The spreading and subsidence of the Thingvellir area is a continuing process. First after the erup- tion, the lava, may be assumed to have had a gentle 1–3° slope towards the fault escarpment in the west, but then started to break up and subside and Almannagjá along with all the open fissures and faults of Þingvellir were created. In the pro- cess, Öxará changed the course again and started to flow across the lava. Some time before the settlement of Iceland it managed, during swellings, to flow all the way into Almannagjá and started to build up the flat fluvial plane where Alþingi, the ancient Parliament, later was established. The main course however remained towards south to the old deltas at Skálabrekka. According to the Book of Settlement and Sturlunga saga, Öxará was artificially diverted into Almannagjá via Öxarárfoss waterfall and across Þingvellir shortly after the establishment of Alþingi. After that this has been the main course of the river. Although no channels, dykes or diversion ditches have been found related to this ancient project the statement of the sagas may be true, because it seems to have been possible to trivially divert the river into Almannagjá with minor constructions.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.