Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 39 Þegar frumrannsóknum á Mývatni lauk og aðrir tóku við keflinu þar, þá sneri Pétur sér að Þingvallavatni, og voru rannsóknir á vistkerfi Þingvallavatns aðalviðfangsefni hans frá miðjum átt- unda áratugnum og fram á hinn tíunda.7 Rannsóknir Péturs og samstarfs- manna hans á Mývatni og Laxá og Þing- vallavatni,7,8 sem og Esromvatni,3 voru óvenju heildstæðar og sérstakar að því leyti að samtímis var hugað að fjöl- mörgum atriðum sem mynda umgjörð þessara vatna og móta náttúru þeirra. Rannsóknirnar tóku til jarðfræði, veð- urfræði, vatnafræði, eðlis- og efna- fræði og grasa- og dýrafræði og var reynt að tengja þessa þætti saman til að skilja betur gangverk náttúrunnar og orsakasamhengi. Slík vinnubrögð eru grundvöllur markvissrar umræðu og ákvarðana um sjálfbæra nýtingu og verndun náttúruauðlinda. Sýnataka á Esrom-vatni, Sjálandi. Pétur heldur á svokölluðu kajakröri, tæki sem notað er til að taka sýni úr botnseti vatna og er kennt við pólska vatnalíffræðinginn Zdzisław Kajak. Pétur við sýnatöku á Esrom-vatni um borð í vatnabát sem bróðir hans, Jón Örn Jónasson (1923–1983) skipasmiður, smíðaði. Báturinn var fluttur til Íslands 1974 og notaður í mörg ár við rannsóknir á Þing- vallavatni. Þetta fley var völundarsmíð og kallaður „Jón á ellefu“, í höfuðið á bátasmiðnum sem ólst upp á Framnesvegi 11 í Reykjavík. Til gamans má geta þess að Jón var afar knár knattspyrnumaður, ein- dreginn KR-ingur, markakóngur Íslandsmótsins 1943 og lék í fyrsta knattspyrnulandsliði Íslendinga gegn Dönum árið 1946. Enn í dag standa fáar vistfræðirann- sóknir jafnfætis þeim sem Pétur M. Jónasson veitti forstöðu um Mývatn og Þingvallavatn fyrir 20–40 árum. Þar kemur margt til, þar á meðal hæfileikar Péturs við að fá til liðs við sig hóp manna af ólíkum fræðasviðum, iðu- lega frá ýmsum löndum. Úr varð hug- myndaleg deigla sem efldist af ólíkri sýn og bakgrunni þátttakenda. Gott dæmi er rannsóknarhópurinn sem stóð að Þingvallavatnsrannsóknunum 1974– 1992. Þar unnu saman um fimmtíu vísindamenn frá öllum norrænu ríkj- unum ásamt Kanada. Annar hæfileiki Péturs sem skiptir miklu máli í þessu samhengi var á sviði fjármála. Af mik- illi elju og útsjónarsemi aflaði Pétur fjármuna úr ýmsum sjóðum til rann- sóknarverkefnanna, jafnt á Íslandi sem erlendis. Það er eftirtektarvert að frumrann- sóknir Péturs og samstarfsmanna hans á Mývatni og Þingvallavatni á áttunda og níunda áratug síðustu aldar urðu síðar kveikja að fjölda rannsóknar- og vökt- unarverkefna sem skilað hafa auknum skilningi á vistkerfum og þróun fjöl- breytileika lífvera í þessum einstæðu vötnum. Einnig hlutu margir vísinda- menn, þar á meðal íslenskir, framhalds- menntun sína við þessar rannsóknir, og urðu síðan forsvarsmenn rannsókna í vatnalíffræði. NÁTTÚRUVERNDARMAÐURINN Það þætti gott æviverk að hafa kannað vistfræðilega leyndardóma þriggja ólíkra stöðuvatna, Esromvatns, Mývatns og Þingvallavatns. Af Péturs hálfu var hins vegar ljóst að þarna var einungis hálf vísa kveðin. Niðurstöður rannsóknanna skyldu vera grunnur að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.