Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
41
og öðrum atvinnurekstri“. Hér skína í
gegn áhyggjur Péturs af hættunni sem
lífríki Þingvallavatns stafar af aukinni
ákomu niturs (köfnunarefnis) en upp-
sprettur þess tengjast einkum bruna
jarðefnaeldsneytis og fráveitu og losun
skólps. Nitur er, einkum í formi upp-
leysts nítrats (NO3), það næringarefni
sem helst er af skornum skammti fyrir
þörunga og plöntur í stöðuvötnum á
Íslandi8,9 og því kann aukning í ákomu
niturs að leiða til breytinga á frumfram-
leiðnikerfum vatnsins, með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum fyrir vistkerfið
í heild. Hér byggir Pétur ekki aðeins
á rannsóknarniðurstöðum í sjálfu
Þingvallavatni og vatnasviði þess,
heldur nýtir hann einnig þekkingu
sína á vötnum erlendis sem glíma við
afleiðingar niturmengunar.
Barátta Péturs fyrir hreinu og tæru
Þingvallavatni hefur verið einörð og
allt lagt undir til að forða því að vatnið
mengist frá sumarhúsabyggð og aukinni
umferð.10 Nýjustu rannsóknir í Þing-
vallavatni renna stoðum undir áhyggjur
Péturs af aukinni niturákomu í vatnið11,12
og er brýnt að bregðast við.
Við þetta má bæta að rannsóknir
Péturs og samstarfsmanna hans áttu
mikinn þátt í að Þingvellir og nyrsti
hluti Þingvallavatns voru samþykkt á
Heimsminjaskrá UNESCO árið 2004
sem menningararfleifð. Árið 2011 var
skref tekið til frekari verndar vatns-
ins og vatnasviðsins. Stjórnvöld lögðu
þá fram tillögu til Heimsminjanefndar
Sameinuðu þjóðanna þess efnis að Þing-
vallavatn og allt vatnasviðið verði sett á
yfirlitsskrá um þá staði sem ætlunin er
að tilnefna sem heimsminjar UNESCO
vegna einstakrar náttúruarfleifðar.
Þegar þetta er ritað hefur þessi tilnefn-
ing ekki gengið eftir.
MIÐLUN ÞEKKINGAR
Á sviði útgáfu og miðlunar rann-
sóknarniðurstaðna hefur Pétur verið
afar afkastamikill. Auk náms- og próf-
ritgerða liggja eftir hann ríflega eitt
hundrað vísindagreinar, bókarkaflar
og bækur um vatnavistfræði og nátt-
úruvernd (sjá ritaskrá í viðauka). Efn-
inu hafa að mestu leyti verið gerð skil í
erlendum fagritum sem eru misaðgengi-
leg almenningi og einkum ætluð vís-
indasamfélaginu. En Pétri er ekki síður
annt um að fræða og upplýsa almenning
og opna augu hans fyrir náttúrunni og
undrum hennar. Í þessu skyni stóð Pétur
ásamt Páli Hersteinssyni að útgáfu bók-
arinnar Þingvallavatn: Undraheimur í
mótun, veglegu riti fyrir almenning sem
hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin
árið 2002 í flokki fræðirita. Í bókinni
er fjöldi ritgerða um vatnið, mótunar-
sögu og lífríki þess og vatnasviðsins alls,
svo og greinar eftir Pétur sjálfan um
verndargildi vatnsins og vatnasviðsins.
Síðasta afrek Péturs á sviði almenn-
ingsfræðslu var unnið árið 2011 þegar
út kom bókin Lake Þingvallavatn – a
world evolving á vegum bókaútgáfunnar
Opnu.13 Bókin er 326 blaðsíður og ætluð
enskumælandi náttúruunnendum.
Eldhuginn lætur ekki deigan síga, langt kominn á tíræðisaldurinn. Hér situr Pétur við skriftir á
heimili sínu í Hillerød 2015. Ljósm. Álfheiður Ingadóttir.