Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 50
Náttúrufræðingurinn 50 2. mynd. Hængur glefsar. Hornsílahængar eru árásargjarnir á hrygningatímanum þegar þeir verja hreiður sín og afkvæmi. Tveir hængar slást stund- um alvarlega en oftar glefsa hængarnir eftir hrygnum eða öðrum sem ógna þeim. – The photo shows a male threespine stickleback directing a bite toward an intruder. The males are very aggressive during the spawning season, as they defend their nests and young. Two males may fight very aggressively but they will also bite at females and other perceived threats. Ljósm./Photo: Wim van Egmond. Gott hreiður eykur líkurnar á því að afkvæmin komist á legg, en það krefst mikillar orku og natni að byggja hreiður og viðhalda því. Hjá horn- sílum, þar sem hængurinn sér einn um hreiðurgerð, gefur hreiðrið því til kynna hvort hængurinn sé vænlegur maki, svo sem hvað varðar heilbrigði og hæfni til seiðaumönnunar.14,15 Eigin- legt hlutverk hreiðursins, meðal annars að vernda ungviðið fyrir afráni, tak- markar þó alltaf breytileika í hreiður- gerð.16 Þrátt fyrir það er vel þekkt að margir eiginleikar hreiðursins geta þróast með kynvali, svo sem á stærð hreiðra,17 hreiðurskraut18 og stærð hreiðurmunnans.19 Þá tengist breytileiki í hreiðurgerð gjarnan umhverfisað- stæðum. Skjórinn (Pica pica) byggir til dæmis betur falin hreiður í umhverfi þar sem afrán er mikið20 og grugg í vatni eykur líkurnar á að hængar sandkýt- linga (Pomatoschistus minutus) skreyti hreiður sín til að ná athygli hrygn- anna.21 Í breytilegu umhverfi getur líka verið gagnlegt að haga hreiðurgerð eftir aðstæðum. Hornsílahængar í straum- vatni framleiða til dæmis meira af „lími“ en ella til að byggja hreiður og festa þau við undirlagið.22 Rannsóknir á hornsílaafbrigðum í Kanada hafa sýnt að ólík afbrigði horn- síla kjósa mismunandi staði til að byggja hreiður og nota ólík efni til hreiður- gerðar.23,24 Það sama á við um afbrigði hornsíla frá nálægum vatna- og straum- búsvæðum.25 Þá hefur komið í ljós að sami hængur byggir endurtekið svipað hreiður,26 og þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka lærða hegðun ályktuðu rannsakendur að það benti til áhrifa erfða á hreiðurgerð. Fyrri rannsókn á makavali hornsílaafbrigðanna í Þing- vallavatni sýndi að hrygnur frá krans- þörungasvæði kusu heldur að hrygna í betur falin hreiður.10 Þetta kveikti vangaveltur um að hreiður og hreiður- gerð gætu skipt máli fyrir valmökun og aðskilnað afbrigðanna, og einnig vakn- aði áhugi á því hve víðtækur breytileiki væri í hreiðurgerð og biðlunaratferli hornsílahænga í Þingvallavatni. Þar sem hrygningarsvæði hornsílaafbrigð- anna í vatninu eru mjög ólík er líklegt að hreiður hænganna séu breytileg á milli svæða og vel mögulegt að hreiður- gerð sé einn af þeim eiginleikum sem hrygnurnar í Þingvallavatni styðjast við þegar þær velja hæng. Breytileiki í hreiðurgerð gæti því stuðlað að því að viðhalda erfðafræðilegum aðskilnaði á milli afbrigðanna. Markmið þessarar rannsóknar er tví- þætt. Annars vegar að kanna breytileika í biðlunaratferli og hreiðurgerð horn- sílahænga í Þingvallavatni og hins vegar að kanna hvort þessi breytileiki hefur áhrif á hængaval hrygnanna. Til rannsóknarinnar voru fengnir hængar frá þremur megin-hrygningarsvæðum hornsíla í vatninu, hraunbotni, krans- þörungabotni og grunnum leðjubotni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.