Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 52
Náttúrufræðingurinn 52 4. mynd. Tilraunauppsetning. Hængar fengu sams konar rými til hreiðurgerðar í hvor í sínum enda búrsins en í miðjuhólfinu var hrygna tilbúin til hrygningar. – Experimental setup. The stick- leback males were placed in identical end-compartments and a female ready to spawn was placed in the centre compartment. Teikning/Drawing: Ragnar Edvardsson. hænga af grónum grunnum botni og 18 mælingar á atferli hænga af kransþörungasvæði. Val hraunhrygna var mælt 68 sinnum og val hrygna af grónum grunnum botni 51 sinni. Tvær tilraunir voru metnar þannig að hrygnan valdi báða hængana, þ.e. skipti tíma sínum jafnt á milli þeirra, en í fjórum tilraunum valdi hrygnan hvorugan hænginn. Tilraunir vöruðu samtals í 3–4 daga fyrir hvern hæng en í 1–2 daga fyrir hverja hrygnu, sem var prófuð með þremur hængum að hámarki. Hver hængur var prófaður með allt að sex hrygnum. Því miður náðust engar mælingar af hrygnum af kransþörungasvæðinu. EIGINLEIKAR HÆNGA OG HREIÐRA Þegar makavalstilraununum var lokið voru hængar svæfðir með lyfinu fenoxýetanól og ljósmyndaðir. Hlut- fall rauðs litar af heildar-líkamsyfir- borði var mælt af ljósmyndum en áður hafði „styrk“ rauða litarins verið gefin einkunn á bilinu 0–4 (4 er mesti lit- styrkur), meðal annars með samanburði milli hænga.10 Hreiðrin voru skoðuð og stutt lýs- ing skrifuð um hvert og eitt. Fyrst var hverju hreiðri gefin einkunnin 0 eða 1 fyrir eftirfarandi eiginleika: 1) Stað- setning: innan eða utan hreiðurdisks, 2) bygging hreiðurs: flatt eða upprétt, 3) leiðistrá: hængurinn notaði eða not- aði ekki leiðistrá, þ.e. strá sem leiðir hrygnuna að opi hreiðursins, 4) sandur: hængurinn notaði eða notaði ekki sand til að fela hreiðrið eða skreyta. Öll hreiðrin voru ljósmynduð í fiskabúr- inu og því næst fjarlægð, komið fyrir á petridiski og þurrkuð við herbergishita. Að þurrkun lokinni voru hreiðrin aftur ljósmynduð, vigtuð og síðan tekin í sundur og vigtaður sérstaklega sandur og gróður. Flatarmál hreiðursins var mælt af ljósmyndum, bæði af blautu og þurru hreiðri. Samtals voru metin með þessum hætti 14 hreiður hænga af hraunsvæði, 9 hreiður hænga af grunnum grónum botni og 5 hreiður kransþörungahænga. Samantekt á eig- inleikum hænga og hreiðra má finna í 1. töflu. TÖLFRÆÐIGREINING Breytileiki í hreiður- gerð og atferli hænga Notuð var meginþáttagreining (e. principal componant analysis) á allar mældar breytur í hreiðurgerð til að draga saman breytileika í hreiðrum og athuga hvaða einstakir eiginleikar í hreiðurgerð tengdust. Þá var kannað með t-prófi hvort marktækur munur væri milli hænga af ólíkum svæðum hvað varðaði gildi fjögurra fyrstu þátt- anna, þ.e. þeirra þátta sem höfðu eigin- gildi (e. eigenvalues) hærra en 1. Beitt var Kruskal-Wallis-prófi til að athuga hvort atferli hænga væri marktækt ólíkt á milli svæða. Val hrygna á hængum Blandað línulegt líkan (e. GLMM) var notað til að kanna hvort áhugi hrygna á hængum tengdist hreiður- gerð, stærð eða biðlunarhegðun hænga. Hrygnurnar voru frá hraunsvæðum annars vegar og grunnum leðjusvæðum hins vegar, en ekki náðust hrygnur af kransþörungasvæðunum til tilrauna. Val hrygnu á hæng, skráð 0 eða 1, var háð breyta (e. dependent variable) í líkaninu, en einstaklingsgildi á fyrstu fjórum meginþáttum hreiðurgerðar, stærð hængs í cm og hlutfall tíma í biðlunarhegðun voru skýribreytur (e. fixed factors). Númer tilraunar (fyrir hæng) og einstaklingsnúmer hængs var skilgreint innan líkansins sem slembinn breytileiki (e. random structure) til að gera ráð fyrir því að endurteknar mæl- ingar á sama hæng eru tengdar. Líkanið byggðist á tvíkosta dreifingu (e. bino- mial distribution). Öll tölfræðigreining var gerð í forritinu R v 3.1.3.26 NIÐURSTÖÐUR Eftir skoðun og lýsingu á hreiðr- unum var hægt að flokka þau í þrjár gerðir: Gerð I – lítil tunnulaga hreiður; gerð II – stór en flöt hreiður; gerð III – hreiður sem eru að hluta byggð í lóð- réttu plani, þ.e. upprétt hreiður. Þegar fjölþáttagreining var notuð á alla mælda eða metna eiginleika hreiðranna til að draga saman breytileika í hreiðurgerð kom í ljós að fjórir fyrstu ásar fjölþátta- greiningar á hreiðurgerð höfðu eigin- gildi yfir 1. Þessir ásar skýrðu samtals 75% af heildarbreytileikanum í hreiður- gerð. Þyngd hreiðurs hafði hæstu gildi á meginþætti 1, þ.e. meginþáttur 1 tengist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.