Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 67 2. mynd. Vinstri myndin sýnir sýnatöku í Silfru á Þingvöllum. Söfnunarslanga var látin síga á nokkurt dýpi í vatnið og vatni dælt beint í gegn um síunarbúnað í söfnunarflöskur. Hægri myndin er af Vellankötlu þar sem hún streymir upp í Vatnsviki – Figure to the left shows water sampling in Silfra at Þingvellir. The water was pumped directly from the spring through a filter into sampling bottles. Figure to the right shows the upwelling of Vellankatla in Vatnsvik, just off the NE-bank of Lake Þingvallavatn. Ljósm./Photos: Daði Þorbjörnsson. Hátt pH-gildi í lindarvatni hér á landi stafar af efnaskiptum vatns og basalts í jarðlagastaflanum, þar sem koltvíoxíð (CO2) úr andrúmslofti nær ekki til vatnsins. Vatnið súrnar (pH-gildi þess lækkar) á nokkrum mínútum eftir að grunnvatnið kemst í snertingu við andrúmsloft vegna leysingar koltvíoxíðs úr andrúms- loftinu í vatninu.8 Í útfallinu við Steingrímsstöð var pH-gildið mun lægra en í lindunum, eða á milli 7,29 og 8,04. Það sveiflast árstíða- bundið vegna ljóstillífunar, sem tekur H+ jónir (sem valda sýringu vatns) úr lausn og skilur vatnið eftir snauðara af H+ og þar með basískara. Því er pH í útfallinu hærra á sumrin en á veturna (1. viðauki). Þegar styrkur efnis eykst á dvalartíma vatnsins er líklegt að efnið hafi borist á vatnasviðið með úrkomu eða svifryki (þurrákomu) en þegar styrkur efnis minnkar á leið vatnsins frá lindunum er líklegt að efnið sé hvarfgjarnt og/ eða hafi minnkað vegna upptöku í lífrænum ferlum. Styrkur Na, Ca, Cl og F var svipaður í Silfru og í útfallinu við Steingrímsstöð, en minni í Vellankötlu. Styrkur SiO2 var svipaður í lindunum tveimur en minni í útfallinu sökum næringarefnanáms kísilþörunga. Styrkur Mg, SO4 og K var svipaður í lindunum tveimur en meiri í útfallinu. Styrkur aðalefna var mjög svip- aður í útfalli Þingvallavatns og í Sogi við Þrastarlund á sama tímabili.6,10 Ef vel er að gáð má sjá á 3. mynd að styrkur kísils (SiO2) hefur minnkað marktækt (p<0,01; R2=0,68) í útfallinu við Steingrímsstöð frá því að sýnataka hófst en styrkur SiO2 hefur haldist stöðugur í lindarvatninu. Þegar niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilegar efna- greiningar í Sogi við Þrastarlund, sem er neðar á vatnasviðinu, má sjá sams konar minnkun á tímabilinu 2007 til 2014 (4. mynd). Þegar einnig er litið til eldri gagna úr Sogi má þó sjá einhvers konar sveiflu í styrk leysts kísils með lægð á árunum 2000 til 2003, aukningu frá 2003 til 2007 og svo aftur lægð frá 2007 til 2013. Gögnin frá 2014 benda til að styrkurinn sé aftur að aukast, en ekki er hægt að full- yrða um það. Styrkurinn sveiflast frá 170 til 220 µmól/l á þessu tímabili (4. mynd). Styrkur kísils í vatni er háður ýmsum þáttum. Leysing kísils úr bergi eykur styrk kísils í lausn og upptaka kísil- þörunga til að byggja kísilskeljar sínar, minnkar styrk kísils í lausn. Þar sem styrkur kísils í lindunum er svo til alveg stöðugur yfir tímabilið (3. mynd) er nærtækara að líta á virkni kísilþörunga og upptöku þeirra á leystum kísli. farin til að geta gert grein fyrir árstíða- bundnum sveiflum í efnasamsetningu vatnsins, svo sem sökum árstíðabund- inna lífrænna ferla í vatninu. Sýnum úr lindunum var safnað að hausti, nema hvað sýnataka sem fara átti fram haustið 2013 frestaðist fram að vori 2014. NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYKTANIR STYRKUR LEYSTRA AÐALEFNA Til aðalefna í vatni teljast kísill (Si), natríum (Na), kalíum (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg), súlfat (SO4), klór (Cl), flúor (F) og leyst ólífrænt kolefni (DIC, e. dissolved inorganic carbon). Aðal- efnin eru allt að 99% af magni leystra efna í vatninu og oft er samanlagður styrkur þeirra (TDS, e. total dissolved solids) notaður til að gera grein fyrir mismuni vatna (1. viðauki). Heildarstyrkur leystra efna (TDS) í vatni úr Silfru og útfallinu við Stein- grímsstöð var svipaður, frá 60 til 68 mg/l, en minni í Vellankötlu, frá 48 til 51 mg/l. Það bendir til þess að megnið af innflæði vatnsins eigi sér uppruna í Silfru eða öðrum lindum með svipaða efnaeiginleika og Silfra (1. viðauki). Gildi pH í lindunum Silfru og Vellankötlu var á milli 9 og 9,5 sem er dæmigert fyrir lindarvatn í basískum berggrunni (1. viðauki og 3. mynd).7–9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.