Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 72

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 72
Náttúrufræðingurinn 72 A) B) C) P-total (μmól/l) 0,0 0 4 8 12 16 0,5 1,0 (3) (2) 16N:1P (1) N ó líf ræ nt (μ m ól /l) Steingrímsstöð Silfra Vellankatla 0 4 8 12 16 PO4-P (μmól/l) 0,0 0,5 1,0 16N:1P N ó líf ræ nt (μ m ól /l) 0 4 8 12 16 P-total (μmól/l) 0,0 0,5 1,0 16P:1N N ó líf ræ nt (μ m ól /l) Sökum ljóstillífunar var samanlagður meðalstyrkur ólífrænna köfnunarefn- issambanda (NO3, NO2 og NH4 = DIN, 1. viðauki) um 80% minni í útfallinu við Steingrímsstöð en í lindunum. Styrkur ólífrænna köfnunarefnissam- banda í Vellankötlu og Silfru var tvöfalt og fjórfalt meiri en styrkur lífrænna köfnunarefnissambanda. Vegna við- stöðu vatnsins og ljóstillífunar í Þing- vallavatni breyttust hlutföll lífrænna og ólífrænna köfnunarefnissambanda (DIN og DON, 1. viðauki) frá lindunum að útfallinu við Steingrímsstöð og var styrkur lífrænna köfnunarefnissam- banda í útfallinu orðinn þrisvar sinnum meiri en styrkur hinna ólífrænu. SAMANBURÐUR VIÐ ELDRI GÖGN Árin 1975–1991 fór fram viðamikil rannsókn á Þingvallavatni3 og var sýnum safnað úr lindum og víða í vatns- bol Þingvallavatns. Gögn frá þessum tíma eru mikilvæg til samanburðar við þau gögn sem aflað hefur verið á rann- sóknartímabili því sem hér er greint frá. Árið 1975 var safnað úr Flosagjá og úr nokkrum lindum í Vatnsviki, þar á meðal úr Vellankötlu. Í þessari grein eru niður- stöður greininga á sýnum úr Flosagjá teknar til samanburðar við niðurstöður úr Silfru, og niðurstöður úr Vatnsviki við niðurstöður úr Vellankötlu. Sama ár var sýnum safnað á nokkrum stöðum í Þingvallavatni á mismunandi dýpi. Einn þessara sýnatökustaða, Stöð 1, var nálægt útfallinu við Steingrímsstöð og eru niðurstöður yfirborðssýna þaðan notuð til samanburðar við niðurstöður úr útfallinu. Sýnin frá Stöð 1 eru aðeins fimm, safnað frá mars til september 1975. Því eru engin vetrarsýni í saman- burðarsýnunum. Sýnin úr Vatnsviki frá 1975 eru alls sex og úr Flosagjá tvö.3,11 Hlutföll efnastyrks eru gagnleg þegar bera á saman gögn frá mismunandi stöðum og tímabilum. Á 9. mynd eru sýnd hlutföll styrks klórs og nokkurra valinna leystra efna. Opnir hringir tákna niðurstöður greininga á sýnum sem safnað var frá 2007 til 2014. Fylltir hringir tákna niðurstöður frá 1975. Litirnir endurspegla samanburðar- staðina. Eins og sjá má er styrkur Na og Ca (einnig SiO2) í Flosagjá meiri en í Silfru. Þetta eru efni sem ekki ættu að taka miklum styrkbreytingum með tíma í lindunum þar sem þau eru tiltölulega stöðug í lausn. Það vekur upp spurn- ingar um hvort sýni úr Flosagjá séu sambærileg við sýni úr Silfru, þrátt fyrir að gjárnar tvær séu á sömu sprungurein. Styrkur þessara efna í sýnum frá Vatn- sviki árið 1975 er alltaf á milli styrks þeirra í sýnum úr Vellankötlu og útfall- inu við Steingrímsstöð frá 2007 til 2014 og bendir það til þess að lindarvatns- sýnin frá 1975 séu lítillega blönduð vatni úr Þingvallavatni. Hnattrænn styrkur brennisteins í andrúmslofti, og þar af leiðandi í úr- komu, hefur minnkað síðan á áttunda áratug síðustu aldar í kjölfar takmörk- unar á brennisteinslosun af manna- völdum.32 Það endurspeglast í því að styrkur súlfats (SO4) er mun minni í sýnum úr lindunum í núverandi rann- sókn en í sýnum frá 1975. Styrkur fosfórs í sýnum frá Vatns- viki og Vellankötlu var svipaður, en var meiri í Flosagjá en í Silfru. Heildar- styrkur köfnunarefnis (N-total) í sýnum frá 2007–2014 var sambærilegur við styrk þeirra í sýnum frá 1975 en styrkur NO3 var meiri. Hnattrænn styrkur bundins köfnunarefnis í andrúmslofti hefur aukist síðan fyrir iðnbyltingu og mest hefur aukningin verið síðustu áratugi vegna aukinnar brennslu við orkuöflun, við útblástur frá bílaumferð og iðnaði, og við áburðarframleiðslu og -notkun.33 Losun oxaðs köfnunarefnis (NOx) til andrúmslofts vegna athafna manna jókst um 50% frá 1970 til 2010.34 Efnaferli valda því að NOx hvarfast við andrúmsloft og myndar gas, N2O, sem getur leyst upp í úrkomu. Við það mynd- ast bundið köfnunarefni í úrkomunni (NO3) sem er aðgengilegt ljóstillífandi lífverum. Styrkur N2O í andrúmslofti 7. mynd. Styrkur næringarefnanna fosfórs og köfnunarefnis í Silfru, Vellankötlu og útfalli Þing- vallavatns við Steingrímsstöð. Athugið að kvarðinn á lóðrétta ásnum er mismunandi eftir efnum. – Concentration of dissolved nutrients in the spring water inlet, Silfra and Vellankatla, and the outlet of Lake Þingvallavatn at Steingrímsstöð. Note that the scale of the vertical axis varies from one dissolved constituent to another. ja n. 2 00 7 ja n. 2 00 8 ja n. 2 00 9 ja n. 2 01 0 ja n. 2 01 1 ja n. 2 01 2 ja n. 2 01 3 ja n. 2 01 4 ja n. 2 01 5 ja n. 2 00 7 ja n. 2 00 8 ja n. 2 00 9 ja n. 2 01 0 ja n. 2 01 1 ja n. 2 01 2 ja n. 2 01 3 ja n. 2 01 4 ja n. 2 01 5 Steingrímsstöð Silfra Vellankatla PO4 (μmól/l)P-total (μmól/l) NO3 (μmól/l) NO2 (μmól/l) NH4 (μmól/l) N-total (μmól/l) 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0 2,0 1,5 1,0 0,5 0,0 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0,0 0,14 0,12 0,10 0,08 0,06 0,04 0,00 0,02 20 15 10 5 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.