Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 102
Náttúrufræðingurinn
102
Á árunum 2005–2008 var fæða seið-
anna borin saman við smádýr í reki í
Sogi við Alviðru. Árin 1986–1998 var
fæðan flokkuð í aðal- og aukafæðu.
Aðalfæða er sú fæða sem tók mest rúm-
mál í maga viðkomandi seiðis, önnur
fæða var flokkuð sem aukafæða. Frá
1999 hefur hlutfallslegt rúmmál allra
fæðugerða verið metið. Til að samræma
langtímagögnin voru fæðugögn áranna
1999–2016 einnig flokkuð í aðal- og
aukafæðu. Við framsetningu þessara
langtímagagna var miðað við tíðni fiska
með viðkomandi fæðuflokk sem aðal-
fæðu í maga (fæða í mestu rúmmáli).26
Skörun í fæðusamsetningu mismun-
andi aldurshópa seiða og mismunandi
tegunda var reiknuð með eftirfarandi
formúlu:27
Í formúlunni er (e. overlap index)
skörun í hundraðshlutum milli fisk-
tegunda eða aldurshópa x og y og pxi og
pyi er tíðni fiska x og y með viðkomandi
fæðugerð sem aðalfæðu i í prósentum
og n er fjöldi fiska með fæðugerð i
sem aðalfæðu. Skörunarstuðullinn getur lægstur verið 0 (engin skörun á
fæðugerðum) og hæstur 100% (allar
fæðugerðir hafa jafnmikið vægi milli
tegunda eða aldurshópa). Þegar skör-
unarstuðullinn er hærri en 60% er talað
um marktækni á skörun fæðunnar.28
Við samanburð dýrareks og fæðu
seiða var metið rúmmálshlutfall fæðu í
maga seiða og var rúmmálshlutfall dýra
í reki metið á sama hátt. Stuðull var
fundinn með sjónmati, og með hliðsjón
af mæligildum úr öðrum rannsóknum,
til umbreytingar úr fjölda í reki í rúm-
mál fyrir hverja fæðugerð.20,29 Niður-
staðan var sú að hver einstaklingur
meðal krabbadýra í reki væri að jafnaði
100 sinnum minni en hver bitmýslirfa.
Sýnum af dýrum á reki í árvatninu
var safnað með rekháfum við Alviðru
frá 2005 til 2008. Sýnunum var safnað
á sama tíma og á sama stað og söfnun
seiða til fæðugreiningar fór fram. Mark-
miðið með sýnatökum úr reki var að fá
mælikvarða á magn dýra sem væru á
reki í Sogi og þar með mögulegt fæðu-
framboð fyrir seiði. Magn smádýra í
reki var staðlað með tilliti til rúmmáls
vatns sem um háfana fór og var meðal-
tal þeirra tveggja eða fjögurra sýna sem
tekin voru notað til samanburðar. Sýni
voru varðveitt í 70% etanóli. Háfarnir
voru látnir safna í 10 til 30 mínútur.
Háfarnir eru gerðir úr plasthólkum
(Ø 10,2 cm) með áföstum netpoka sem
hefur 250 μm möskvastærð. Straum-
hraði var mældur með Flow Tracker-
mæli (Son Tek) og rúmmál þess vatns
reiknað sem síað var. Sýnum var safnað
í allnokkrum straumi eða frá 0,67–1,05
m/sek. Margfeldi straumhraða m/s,
flatarmáls plasthólksopsins (m²) og
síunartíma (s) gefur magn þess vatns
(m³) sem síað var úr. Sýnin voru skoðuð
undir víðsjá á rannsóknarstofu og dýrin
talin og greind til tegundahópa.
NIÐURSTÖÐUR
FÆÐA SEIÐA VIÐ SAKKARHÓLMA
Fæða var greind úr samtals 128
seiðum sem rafveidd voru við Sakk-
arhólma (stöð 609, 2. og 3. mynd) í ágúst
til september árin 1997–2016. Þar af
voru 42 laxaseiði, 24 urriðaseiði og 62
bleikjuseiði. Seiðin voru öll á fyrsta ári
nema þrjú laxaseiði og eitt bleikjuseiði
sem voru eins árs. Við Sakkarhólma
voru bitmýslirfur aðalfæða 78,6% laxa-
seiða (2,8–9,7 cm), en rykmýslirfur og
fullorðin skordýr voru aðalfæða 9,5% og
11,9% seiðanna (4. mynd A). Lirfur bit-
2. mynd. Yfirlitsmynd af hluta af vatnasviði Sogsins. Fram koma staðir og númer söfnunar-
stöðva til fæðurannsókna. – Map over part of Sog watershed. Location and number of sam-
pling stations for food analysis are shown.
0 1 2 km
N
Alviðra
Söfnunarstöðvar
Bíldsfell Breiðan
Ásgarður
Ásgarðs
lækur
Be
rja
ho
lts
læ
ku
r
Sakkarhólmi
Kaldárhöfði
Steingrímsstöð
Írafossvirkjun
Sy
ðr
i-B
rú
Ölfusá
Hvítá
So
g
Tungu
á
Ytriá
Austurá
Brúará
Efra-Sog
630
609
Þingvallavatn
Úl
fljó
ts
va
tn
Ál
fta
va
tn
Ófiskgengur foss
Virkjanir
Ljósafossvirkjun
𝑎𝑎 = 100 1− 0,5 (𝑝𝑝𝑥𝑥𝑖𝑖 − 𝑝𝑝𝑦𝑦𝑖𝑖 )
𝑛𝑛
𝑖𝑖