Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 114

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 114
Náttúrufræðingurinn 114 Við síðustu talningu voru sumarbú- staðir umhverfis Þingvallavatn á sjötta hundrað talsins. Í þjóðgarðinum sjálfum eru enn um 70 bústaðir í einkaeigu þó að Þingvallanefnd hafi á liðnum ára- tug leyst til sín tæplega 20 lóðir, meðal annars allar sem voru í landi Gjábakka. Enn er hér mikið verk óunnið áður en kröfum UNESCO verður fullnægt. NYTJASKÓGUR Í ÞJÓÐGARÐI Á velmegunarárum Íslands tók nýja- brumið heljarstökk þegar skógræktar- mönnum tókst að sannfæra Alþingi og þar með Þingvallanefnd um að gróður- setja barrskóga sem nytjaskóga í sjálfum þjóðgarðinum. Þótt gróðursetningu barrtrjáa hafi nú verið hætt í þjóð- garðinum gengur illa að fækka þeim og margar tegundir sá sér nú sjálfar um víðan völl. Grisjun dugir skammt því hún eykur skóginn og eflir vöxt hans. Rannsóknir okkar hafa sýnt að barr- skógarnir valda ekki aðeins sjónmengun heldur einnig niturmengun og eru þar með bæði eyðileggjandi fyrir þjóð- garðinn og Þingvallavatn. Sitkagrenið í þjóðgarðinum – reitirnir í Skógarkoti og á Hrafnagjárbarmi – stórmengar Þing- vallavatn með nítrati sem gerir vatnið grænt og gruggugt. Nítratmengun sitka- grenis er svo alvarleg að hún jafngildir niturmagni í allri rigningu sem rignir á vatnið, 6,5 tonnum á ári. Nú þegar gestir á Þingvöllum eru yfir milljón árlega, þá koma þeir einnig frá löndum þar sem gefur að líta víð- áttumikla barrskóga. Barrskógar Þing- vallaþjóðgarðs eru því engin nýjung fyrir þessa gesti. Þeir eru komnir til að sjá hvernig Alþingi, elsta þjóðþingið, leit út þegar það var stofnað árið 930. Þessir gestir koma til að sjá sprungu- beltin sem voru hluti af sjálfu þinginu. Þeir koma til að sjá mosavaxið hraunið og birkikjarrið með hinum fagra botngróðri, bláskógana sem voru hluti þingsins, ekki barrtré. NÁMUVINNSLA VIÐ BÆJARDYRNAR Ágætir embættismenn hjálpuðu mér við að vernda landið kringum þjóðgarðinn, svo sem þegar þáverandi vegamálastjóri stöðvaði námuvinnslu Vegagerðarinnar í Dímon, sem er stór- skemmdur inn í stál, en rís enn tignar- legur yfir Eldborgahrauninu. Vega- gerðin gróf sig á sama hátt inn í Mið- fellið, sérlega ólivínríkt fell, sem glitrar í grænum og bláum lit. Miðfellsættin fór í mál út af námugreftrinum og tapaði málinu. Vegagerðin fékk leyfi til að taka 35.000 rúmmetra en gerði sér hins vegar lítið fyrir og tók 105.000 rúmmetra, þ.e. þrefalt meira en hið leyfða magn. Þegar hér var komið sögu stöðvaði samgöngu- ráðuneytið námugröftinn að minni kröfu. Því miður tókst ekki að bjarga fálkahreiðri Miðfellsins undan námu- greftrinum, né heldur áningarstaðnum Prestasteini sem hafði verið þar frá fornöld. HVER ER ÞÁ FRAMTÍÐ ÞING- VALLA OG ÞINGVALLAVATNS? Í vísindum gildir að vera fyrstur og kanna ný sjónarsvið. Vísindamenn sem hafa unnið við Mývatns- og Þing- vallavatnsrannsóknir undir minni stjórn hafa sem áður segir skrifað fimm bækur í 15 þúsund eintökum og birt um 200 vísindagreinar í erlend fagtímarit ásamt prófritgerðum, og kynnt um allan heim. Samstarfsmenn mínir – 59 talsins – eru fremstu fulltrúar fjölda fræði- greina og þannig nýjustu þróunar innan vatnalíffræðinnar. Okkur hefur tekist að skapa heildarsýn á hin sérstæðu vötn okkar á flekaskilum Íslands og vatna- svið þeirra, Þingvallavatn og Mývatn. Árangurinn er að bæði vötnin eru meðal best könnuðu stöðuvatna jarðar. Vinnan við Mývatn og Þingvalla- vatn hefur verið aðaláhugamál mitt síðan 1970. Hin hraunkögruðu vötn eru um 10–20 sinnum frjórri en vötn á sömu breiddargráðu á meginlands- flekunum, mælt í framleiðslu jurtasvifs með geislakolsaðferð, og þeim gjörólík. Þingvallavatn er óvenju frjótt vatn hér á norðurslóðum, með um 300 jurta- og dýrategundum og frumframleiðslu þör- unga sem slagar upp í 30 þúsund tonn af þurrefni á ári. Hinar umfangsmiklu rannsóknir okkar á flekaskilum Atlantshafshryggj- arins, sem Ísland tilheyrir og umkringir vatnasvið Þingvallavatns og Mývatns, hafa sannað sérstöðu flekaskilanna fyrir hin einstæðu vistkerfi vatnanna og vatnasviða þeirra. Takmark okkar var að tengja saman í eina heild hinn sérstæða uppruna á náttúru Þing- vallasvæðisins og sögulegan uppruna Alþingis samkvæmt frásögn Ara fróða af Grími geitskör og öðrum traustum heimildum fornum, og það hefur tekist. UNESCO-friðunin á Þingvallasvæðinu og vistkerfi Þingvallavatns er sönnun á sérstöðu þess fyrir allt mannkyn, og er á pari við heimsminjaskráningu UNESCO á Baíkalvatni og Malavívatni. Ísland er eina eyjan á Atlantshafs- hryggnum sem rís úr sjó þar sem flekaskil milli austurs og vesturs sjást berum augum ofanjarðar. Lífríki Þing- vallavatns ber greinileg merki þessa, og hefur þess vegna verið kallað Galapagos norðursins eftir hinum frægu eyjum í Kyrrahafi þar sem Charles Darwin sótti efnivið í þróunarkenningu sína. Þjóðin verður að standa vörð – fyrir heimsbyggðina alla – um þessar einstöku menningarsögulegu og nátt- úrufræðilegu gersemar sem henni hefur verið treyst fyrir á Þingvöllum, í Þingvallavatni og á vatnasviðinu. Slysin hafa þegar gerst og blikur eru á lofti sem stefna heilbrigði og gæðum vistkerf- anna í hættu, jafnt af staðbundnum sem hnattrænum völdum. Hvernig tryggjum við best þessi gæði svæðisins til framtíðar? Það verður ekki gert öðruvísi en með samhentu átaki náttúruvísindamanna, íbúa, lands- manna og stjórnvalda, og með heild- stæða sýn að leiðarljósi þar sem horft er til varðveislu þjóðgarðsins, Þingvalla, Þingvallavatns og alls vatnasviðsins sem einnar samhangandi heildar. Látum af bútafriðun og horfum heildstætt á sviðið í vistfræðilegu samhengi. TILLÖGUR UM AÐGERÐIR TIL VERNDAR ÞINGVALLAVATNI: • Stöðva niturmengun Þingvalla- vatns. Hætta þarf notkun rotþróa sem hleypa nitri viðstöðulaust út í Þing- vallavatn. Aka þarf öllu frárennsli og skólpi frá salernum á vatnasviði Þing- vallavatns í burtu til hreinsistöðva í Reykjavík. • Stækka þarf þjóðgarðinn og friða Eldborgahraunið sem stendur fyrir 75% af innrennsli til Þingvallavatns. Friðun Miðfellsjarðarinnar mundi tryggja vatnsgæði Þingvallavatns og hrygningarsvæði urriðans, bleikju og lífríki meðfram norðausturströnd vatnsins, þar með talið í landi Mið- fells og Kaldárhöfða, sem er ríkisjörð. • Þessi verndun þýðir flutning Lyng- dalsheiðarhraðbrautar austur fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.