Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 122

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 122
Náttúrufræðingurinn 122 dóttir og Árni Bragason fyrir hönd Heimsminjanefndar Íslands. Þar segir að staða Þingvalla sem menningarminja á skrá UNESCO séu í hættu vegna áformaðs vegar, og möguleikar til að fá svæðið skráð sem náttúrminjar minnki.d PÉTUR OG UNESCO Pétur gerði sér grein fyrir því að UNESCO gæti leikið lykilhlutverk við að koma í veg fyrir áformaðar vega- framkvæmdir að þjóðgarðinum. Hann fór því til Parísar í maí 2008 til að ræða við forráðamenn heimsminja- skrifstofunnar.e Áður, 10. júlí 2007, hafði Pétur skrifað Mechthild Rössler framkvæmdastjóra á aðalskrifstofu heimsminjaskrárinnar, og bent á að vegurinn setti skarð í óraskað hraun á hápunkti Mið-Atlantshafshryggjarins, spillti einstöku útsýni, beindi óæski- legri umferð um þjóðgarðinn og meng- aði vatnið. Pétur bendir einnig á að það finnist önnur leið fyrir þennan veg, sem allir aðilar ættu að geta sætt sig við.f Við starfi Rössler tók um þessar mundir Francesco Bandarin sem Pétur átti síðan samskipti við. Eftir fund sinn hjá UNESCO í maí 2008 skrifar Pétur aftur og hvetur til tafarlausra aðgerða af hálfu UNESCO (29. maí og 10. júní 2008). Í bréfinu frá 29. maí segir Pétur meðal annars að traust vernd Þingvallavatns og nágrennis hefði einnig þann kost að geta leitt til annarra verndarsvæða á Mið-Atlantshafshryggnum þar sem við Þingvelli væri eini yfirborðshluti hryggjarins með vatnasviði.g Íslensk stjórnvöld eru greinilega á tánum gagnvart UNESCO. Þannig skrifar menntamálaráðuneytið UNESCO 26. september 2007 og lýkur því með þessum orðum [þýð. höf.]: „Íslensk stjórnvöld telja ekki að nýi vegurinn muni hafa nokkur áhrif á menningarlegt gildi Þjóðgarðsins á Þingvöllum.“ Málflutningur Péturs hjá UNESCO hafði auðsýnilega áhrif. Þannig sendir UNESCO bréf til sendiherra Íslands í Frakklandi, Tómasar Inga Olrichs, 16. júní 2008 og óskar eftir upplýsingum frá stjórnvöldum um hvað standi til á heimsminjasvæðinu. Áhyggjum íslenskra stjórnvalda linnir ekki þótt framkvæmdir við veginn séu komnar vel á veg. Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið skrifar 21. janúar 2010 bréf til UNESCO og er það svar við bréfum UNESCO dags. 16. júní 2008 og 27. apríl 2009 (það tók greinilega nokkra stund að svara). Í bréfinu segir meðal annars að vegurinn verði utan þess svæðis sem skráð er sem heimsminjar og að ráðuneytið geti því miður ekki veitt upplýsingar um mat á umhverfis- áhrifum á ensku þar sem matsskýrslur séu eingöngu til á íslensku. Af þessu bréfi má ráða að stjórnvöld höfðu þá gefið upp á bátinn áform um að fá Þingvelli skráða sem náttúruminjar á heimsvísu. ÞINGVALLANEFND Þingvellir eru verndaðir með sér- stökum lögum (47/2004)19 og Alþingi kýs sjö þingmenn í Þingvallanefnd sem skal fara með málefni staðarins undir yfirstjórn umhverfisráðherra. Í lögunum segir meðal annars að „land 7. mynd. Kort sem sýnir verndarsvæði Þingvallavatns og vatnasviðs þess, sbr. lög 85/2005.3 d Heimsminjanefnd Íslands (e. The Icelandic World Heritage Committee) var skipuð af menntamálaráðherra í byrjun árs 2005 og leysti hún af hólmi samráðshóp sem settur var á fót árið 2000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.