Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 126

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 126
Náttúrufræðingurinn 126 Ritrýnd grein / Peer reviewed Fjölbreytni og þróun bleikjunnar í Þingvallavatni Skúli Skúlason og Sigurður Sveinn Snorrason ALLMARGAR RANNSÓKNIR hafa farið fram á tilurð og líffræðilegri stöðu fjögurra afbrigða bleikju í Þingvallavatni, og jukust mjög í viðamiklu rannsóknar- verkefni sem hófst á áttunda áratug síðustu aldar undir stjórn Péturs M. Jónassonar. Fjölmargir hafa komið að þessum rannsóknum, ekki síst nem- endur í framhaldsnámi, og niðurstöður hafa vakið mikla athygli. Í ljós hefur komið að bleikjuafbrigðin hafa þróast innan vatnsins síðan það myndaðist í lok síðasta jökulskeiðs, og er aðgreining þeirra nátengd fjölbreytni búsvæða og fæðu. Vegna lítillar samkeppni við aðrar tegundir um þessar auðlindir – samhliða mikilli samkeppni innan bleikjustofnsins sem upphaflega kom í vatnið – má gera ráð fyrir að rjúfandi náttúrulegt val hafi samhliða auknum breytileika svipgerða leitt til upphaflegrar þróunar afbrigðanna, og þau síðan að miklu leyti myndað æxlunarlega einangraða stofna. Þróun afbrigðanna hefur leitt til þess að bleikjan nýtir nú allar meginvistir vatnsins og hefur þannig haft mikil áhrif á vistkerfi þess. Rannsóknirnar hafa gefið okkur mik- ilvæga innsýn í þroskaferlana sem búa að baki breytileikum tiltekinna svip- farsþátta, og hvernig samspili þessa breytileika og náttúrulegs vals er háttað. Þannig virðast áhrif umhverfisþátta á þroska svipgerða hafa verið mikil í upp- runalega stofninum en slíkur mótanleiki síðan minnkað eftir því sem afbrigðin greindust að og aðlöguðust mismunandi vistum. Auðlindafjölbrigðni bleikj- anna í Þingvallavatni á sér hliðstæðu í ýmsum öðrum tegundum ferskvatns- fiska, sérstaklega á norðurslóðum, en á síðustu áratugum hafa rannsóknir á þessu sviði stóraukið skilning á þróun líffræðilegrar fjölbreytni og myndun nýrra tegunda. Í þessari grein veitum við yfirlit um rannsóknir á afbrigðum Þingvallableikjunnar, tengjum það við almenna þekkingu í vist-, þróunar- og þroskunarfræði, og þýðingu alls þessa fyrir framtíðaráætlanir um skynsam- lega nýtingu og verndun Þingvallavatns og vistkerfisins sem þar hrærist. INNGANGUR Bleikja (Salvelinus alpinus) er mikil- vægur hluti af vistkerfi Þingvallavatns. Er það ekki síst vegna þess að þar finn- ast fjögur bleikjuafbrigði sem hafa þróast í vatninu frá lokum síðasta jök- ulskeiðs1–4 fyrir 10–12 þúsund árum.5 Þannig nýtir bleikjan sér fæðu í öllum búsvæðum vatnsins, á strandbotninum, í kransþörungabeltinu, á djúpbotni og úti í vatnsbolnum.6–8 Víst má telja að frá fornu fari hafi bændur sem höfðu nytjar af Þing- vallavatni vitað af fjölbreytni bleikj- unnar í vatninu, en elsta ritheimild þar sem bleikjuafbrigða er getið er grein sem Arthur Feddersen ritaði um lax- veiðar og silungsveiðar á Íslandi og birt- ist árið 1885.9 Í kjölfarið stunduðu Bjarni Sæmundsson10–13 og síðan Árni Friðriks- son14 rannsóknir á bleikjuafbrigðunum. Þegar Þingvallavatnsrannsóknir undir stjórn Péturs M. Jónassonar hófust á áttunda áratug síðustu aldar var fljót- lega hafist handa við skipulegar rann- sóknir á bleikjunni.6,15–17 Í stuttu máli markaði þetta upphaf viðamikilla rann- sókna á vist-, þróunar-, þroskunar- og erfðafræði bleikjunnar og eru þær enn í fullum gangi. Niðurstöður þeirra hafa verið birtar víða, en meginþorra þess efnis er að finna í alþjóðlegum tímaritum eða bókum. Frá því að hið viðamikla rit Þingvallavatn – undraheimur í mótun kom út árið 2002 hefur lítið verið ritað um bleikjuafbrigðin á íslensku, en þeim mun meira í á ensku. Mikill fjöldi fólks, íslenskt og erlent, hefur komið að þessum rannsóknum, þar af margir nemendur í meistara- og doktorsnámi við íslenska og erlenda háskóla. Óhætt er að segja að bleikjuaf- brigðin í Þingvallavatni hafa vakið mikla athygli og eru þau meðal annars höfð sem kennslubókardæmi um þróun fjölbreytni innan tegunda og myndun nýrra tegunda,18,19 sem og kynnt á opin- berum náttúrusýningum; sjá sýningu Náttúruminjasafns Íslands um Vatnið í náttúru Íslands (https://nmsi.is/ vatnid-i-natturu-islands/) og sýningu í gestastofu Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Hjarta lands og þjóðar (https://www. thingvellir.is/thjonusta/gestastofa/). Á allra síðustu árum hafa komið fram sífellt fleiri dæmi um myndun bleikjuaf- brigða í vötnum sem urðu til á svæðum huldum ís á síðasta jökulskeiði. Hér má nefna þrjú afbrigði í Skogsfjords-vatni í Norður-Noregi,20 fjögur í Tinnsjøn í Noregi sunnanverðum21 og fimm í vötn- unum Tasersuaq og Saqqaata Tasia á Vestur-Grænlandi.22 Í Kronotskoje-vatni á Kamtsjatkaskaga austast í Síberíu hafa myndast sjö afbrigði af Dolly Varden- bleikju, Salvelinus malma.23 Sambærileg afbrigðamyndun hefur átt sér stað hjá ýmsum öðrum norðlægum tegundum ferskvatnsfiska.24 (viðauka) Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 126–138, 2020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.