Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 127

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 127
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 127 1. mynd. Bleikjuafbrigðin fjögur í Þingvallavatni: a.) 30 cm löng kuðungableikja, b.) 8,5 cm löng dvergbleikja, c.) 35 cm löng sílableikja, og d.) 19 cm löng murta. Allir fiskarnir eru kynþroska. Teikningarnar sýna mismunandi lögun höfuðs og kjálka. Murtan og sílableikjan eru jafnmynntar með oddmjótt trýni en dverg- og kuðungableikjurnar sýna ungæðisleg einkenni, með kúpt trýni og undirmynntar. – Four morphs of Arctic charr (Salvelinus alpinus) from Thingvallavatn, Iceland: a.) large benthivorous charr (33 cm), b.) small benthivorous charr (8.5 cm), c.) piscivorous charr (35 cm), and d.) planktivorous charr (19 cm). All are sexually mature. Drawings show the differences in head morphology, with the planktivorous and piscivorous morphs displaying the presumed ancestral characteristics, pointed snout and terminal mouth, and the benthivores displaying a derived, paedomorphic condition, blunt snout and subterminal mouth. Teikningar/Drawings: Eggert Pétursson. VISTFRÆÐI BLEIKJUAFBRIGÐANNA Vistfræðileg aðgreining bleikjuaf- brigðanna fjögurra er grunnur þess að skilja uppruna þeirra og aðskilnað. Þetta kemur meðal annars í ljós í heitum þeirra – sílableikja, murta, kuðunga- bleikja og dvergbleikja (eða gjámurta),6 sem vísa annars vegar til fæðuvals og hins vegar til líkamsvaxtar (1. mynd). Þannig endurspeglar mismunandi svip- far bleikjanna – útlit, lífssaga og atferli – búsvæði þeirra og fæðu.2,7,8,25 Það kemur því ekki á óvart að hugtakið auðlinda- fjölbrigðni (e. resource polymorphism) er gjarnan notað til að lýsa þess háttar breytileika innan tegunda.26–28 Slíkur breytileiki er fullt eins mikilvægur og tegundafjölbreytni þegar kemur að því að meta verðmæti vistkerfa.29 Borið saman við önnur vötn þar sem bleikjuafbrigði finnast, hérlendis og erlendis, eru afbrigðin í Þingvallavatni óvenjulega mörg (oft finnast einungis tvö afbrigði í vötnum) og vistfræðileg aðgreining þeirra mjög skýr og stöðug, bæði innan ársins og milli ára.3,4,30,31 Seiði allra afbrigðanna hefja virkan lífsferil sinn á milli steina á strand- botninum þar sem þau lifa aðallega á lirfum og púpum rykmýs.1,32–34 Síðla sumars fara murtuseiðin að leita út í vatnsbolinn þar sem dýrasvif er megin- fæðan, aðallega langhalafló (Daphnia longispina) og rykmýspúpur. Kuð- ungableikjan og dvergbleikjan halda sig áfram við hraunbotninn á síðari ævistigum og éta aðallega vatnabobba og skordýralirfur. Það skilur þær hins vegar að að dvergbleikjan getur í krafti smæðar sinnar betur nýtt sér glufur, gjótur og gjár á botninum. Lítið er vitað um ungstig sílableikjunnar en þegar hún hefur náð tiltekinni stærð fer hún að éta hornsíli (Gasterosteus aculeatus), sem er aðalfæða hennar upp frá því (2. mynd).7,32,35 Ólík sníkjudýrafána bleikju- afbrigðanna endurspeglar fæðu þeirra og búsvæði.35,36 Af ofangreindu má sjá að það er ekki að ósekju að Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson lýstu sumum þessara afbrigða sem sér- stökum undirtegundum.13,14 ÞRÓUNARSAGA BLEIKJUAFBRIGÐANNA Tilgátur um tilurð og viðhald bleikju- afbrigðanna í Þingvallavatni endur- spegla almennari spurningar og kenn- ingar um aðlögun og tegundamyndun. Þess vegna geta rannsóknir á afbrigða- mynduninni í Þingvallavatni varpað ljósi á orsakasamhengi hraðrar aðlögunar og tegundamyndunar. Liggur beint við að spyrja hvaða ytri þættir hafi ráðið mestu um þróunina þar. Hugmyndir Charles Darwins og Alfreds Wallace um náttúrulegt val og þróun byggð- ust að umtalsverðu leyti á því hvernig umhverfisþættir hafa áhrif á útbreiðslu, fjölda, æxlun og fjölbreytni lífvera. Kenningar um vistfræðilegan uppruna auðlindafjölbrigðni eiga þannig rætur í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.