Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 130

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 130
Náttúrufræðingurinn 130 stuttu máli einkennist þroskun einstak- linga af samspili vaxtar (þ.e. frumuskipt- inga), sérhæfingu frumna og myndunar líffæra og líkamshluta og skipanar þeirra í starfandi líkama.74 Þroskinn ræðst af flóknu samspili milli gena og tengdra lífefnafræðilegra þátta og ferla í frumum, sem og af aðstæðum sem samhliða skapast innan og milli frumna og vefja, aðstæðum sem geta mótast af margvíslegum innri og ytri umhverfis- þáttum. Til hægðarauka má lýsa þessu sem flóknu samskiptaferli þar sem eðli skilaboða, túlkun þeirra og varðveisla ræður þeim leiðum sem þroskinn fer. Það er síðan breytileikinn – eða frá- vikin (e. bias) – í þessum samskiptum og þroskaleiðum tiltekinna frumna eða frumuhópa sem á endanum ræður svip- gerð hvers einstaklings og því hvernig mismun milli einstaklinga er háttað.75,76 Það sem skiptir máli fyrir þróun er að einstaklingar í stofni eru ekki allir eins. Sá breytileiki getur jafnvel stafað af smá- vægilegum breytingum eða „truflun“ í atburðarás þroskunarinnar.76–78 Í sumum tilfellum geta þessar breytingar verið umtalsverðar og birst sem vansköpun, en stundum geta stórar breytingar verið hagstæðar og haft mikla þýðingu fyrir þróun stofns.75,79 Frávik, lítil eða stór, geta tengst stökkbreytingum í genum eða stýriröðum þeirra, eða breytilegum umhverfisþáttum í þroskaferlinu (sjá fyrri umfjöllun um mótanleika). Þetta ítrekar mikilvægi þess að skoða ætíð samspil þessara þátta. Okkur er tamt að tala um „umhverfi“ og „erfðir“ sem aðskilda áhrifaþætti en þegar kemur að þroska svipgerða er þessi aðgreining ekki gagnleg og getur valdið misskiln- ingi.80,81 Hægt er að aðgreina magn- bundna erfða- og umhverfisþætti innan stofns og milli stofna með tölfræði- legum aðferðum stofnerfðafræðinnar. Þegar kemur að því að skilja eðli einstaklingsþroskunar og breytileika þeirra í stofnum er á hinn bóginn óhjá- kvæmilegt að ganga út frá samvirkni margra þátta.24 o.v. ÞROSKUN BLEIKJUAFBRIGÐANNA Undanfarin ár hefur þekking á boð- skiptaferlum þroskunar stóraukist, meðal annars vegna nýrra og öflugra rannsóknaraðferða, og þetta hefur haft spennandi áhrif á rannsóknir á bleikju- afbrigðunum. Eins og fram hefur komið mælist greinilegur munur á erfða- breytileika bleikjuafbrigðanna, og stað- festir hann að þau eru að aðskiljast sem sérstakir stofnar.45,46 Vera má að hér séum við að verða vitni að upphafi tegundamyndunar en lítið er hægt að segja um líkurnar á að slíkt ferli gangi til enda í vatninu (sjá þó 22,51). Þessi greining er aðallega byggð á hlutlausum erfðabreytileika sem gefur tækifæri til að mæla skyldleika afbrigðanna, en í sumum tilfellum geta ákveðnar arf- gerðir tengst svipgerðarbreytileika sem hefur þýðingu fyrir afkomu viðkomandi einstaklinga.45 Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að breytileiki í þroskun svipgerða er nátengdur því hvenær í þroskaferl- inu, hvar í fóstrinu og við hvaða ytri og innri aðstæður (e. context) tiltekin gen eru tjáð (e. gene-expression).24,82 Oft er talað um „genastjórnun“ í þessu sam- bandi, en það orð getur verið villandi, meðal annars vegna þess að „ákvarð- anir“ um virkni tiltekinna gena byggjast hverju sinni á ferlum og víxlverkunum í viðkomandi frumum.83 Genamengið er þannig í svipuðu hlutverki og önnur líffæri frumunnar, sem saman ákvarða starfsemi hennar. Þær ákvarðanir fel- ast meðal annars í að varðveita skilaboð úr umhverfi frumunnar, túlka þau og bregðast við þeim.84,85 Margar tilraunir með að ala afkvæmi bleikjuafbrigðanna úr Þingvallavatni við aðstæður þar sem umhverfisþáttum eins og hita og ljósi er stýrt hafa sýnt að þótt þau séu alin við sambærileg skil- yrði hafa þau sterka tilhneigingu til að líkjast foreldrum sínum. Mikilvægt er að útlitsmunur afkvæmahópanna, og þá sérstaklega lögun og kölkun kjálka- og höfuðbeina, kemur fram hjá fóstrum og ungum seiðum.86–90 Svipgerðarmunur kemur einnig fram í atferli seiða, vexti og kynþroskaaldri.42,91 Gerðar hafa verið eldistilraunir með afkvæmahópa afbrigðanna úr Þingvallavatni þar sem líkt er eftir aðstæðum þeirra í vatn- inu. Hefur þá verið borin saman útlits- þroskun afkvæma sem fá sviflæga og botnlæga fæðu. Niðurstöðurnar sýna að seiði sem fá botnlæga fæðu þroska einkum útlit sem líkist botnbleikjunum, en seiði sem fá sviflæga fæðu líkjast svif- lægum bleikjum.92–94 Þetta er í samræmi við útkomu svipaðra tilrauna á öðrum bleikjuafbrigðum,95, 96 og á afbrigðum annarra ferskvatnsfiska (sjá samantekt Parsons og Robinson, 200697). Þessar rannsóknir staðfesta að þroskun svip- gerða getur mótast af umhverfinu og líklegt er að þessi mótanleiki skipti máli fyrir afkomu bleikjuafbrigðanna.24 Í eldistilraununum hefur komið í ljós, meðal annars með raðgreiningu RNA, að breytileiki í þroskaferli milli afkvæmahópa afbrigða kemur fram snemma á fósturstigi og snertir mörg kerfi þroskunar fiskanna.98 Áhuga- vert er að skoða útlitsþroskann sér- staklega, en eins og fram hefur komið benda tilraunir til að rúnnað trýni og stuttur neðri kjálki hjá afkvæmum tengist því að höfuðbeinin þroskast (þ.e. kalki) hlutfallslega snemma á fóstur- stigi.86,90,91,99,100 Rannsóknir og tilraunir Parsons o.fl. á siklíðum úr Malavívatni í Afríku101 sýna að snemmþroskun beina festir seiðaeinkenni höfuðkúp- unnar í sessi, sem síðan einkenna svip- gerð fisksins síðar. Þetta má heimfæra á dvergbleikju og kuðungableikju, sem líkjast seiðum og jafnvel fóstrum meira en murtur og sílableikjur.88 Slík þróun útlitseinkenna nefnist yngingar- þróun (e. paedomorphosis).102 Snemm- þroskun beina getur tengst virkni gena sem tengjast svokölluðum glúkókortík- óíð-efnaferlum (e. glucocortico (GC) pathway), en virkni þeirra er meiri í fóstrum dverg- og kuðungableikju en fóstrum murtu.87 Glúkókortíkóíð- -efnaferlin hafa áhrif á virkni svokall- aðs Wnt-boðefnaferlis, sem vitað er að hefur áhrif á beinaþroskun fóstra.103 Það var einmitt aukin Wnt-virkni sem tengdist snemmþroska beina og festingu fóstureinkenna siklíða í ofangreindum tilraunum Parsons o.fl.101 Gera má ráð fyrir að oftast tengist samspil innri og ytri áhrifaþátta á þroska beina virkni tiltekinna gena. Þannig hafa umhverfis- þættir Malaví-siklíða, bæði snemmfæða og öndunarhreyfingar (fela í sér núning beina), áhrif á tjáningu ptc1-gensins sem tengist kölkunarhraða kjálkabeina.104,105 Rannsóknir sem þessar gefa vissulega innsýn í atburðarás þroskunar og mót- anleika tiltekinna svipfarseinkenna, en form og eðli skilaboðanna og viðbragða við þeim þarfnast frekari skoðunar. Nýlega hófust viðamiklar eldis- tilraunir á afkvæmahópum (hreinir afkvæmahópar og blendingar) afbrigða Þingvallableikjunnar til að kanna hvort og þá hvernig breytilegt fæðuumhverfi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.