Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 14
Múlaþing
Gissur Erlingsson ásamt brœðrum sínum: Frá vinstri: Jón, Gissur Ólafur, Sveinbjörn, Þorsteinn og Óli
Filippus. Myndin er tekin í kringum 1920. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
færi. Renndum við þeim í skvompum milli
klappanna austan þorpsins og fyrir kom að
þaraþyrsklingur biti á, og var vitanlega
hirtur í soðið.
Sjávarafli sem á land kom af bátum
þorpsbúa lenti víst allur eða mestallur hjá
Hinum Sameinuðu verslunum. Þá var þar
verslunarstjóri, „faktor“, Olafur Gíslason,
faðir Davíðs fiskimála- og seðlabankastjóra
m.m., föður Olafs ráðuneytisstjóra, vel
látinn maður og þægilegur viðskiptis.
Stakkstæði voru í þorpinu eða við það,
þar sem sjávaraflinn var verkaður. Nú er sú
verkunaraðferð aflögð með öllu, þó að lengi
þætti „sólþurrkaði“ saltfiskurinn betri vara
en sá sem í húsi er þurrkaður, enda þótt sú
verkunaraðferð útrýmdi með tímanum
þeirri fyrri. Vitanlega var sólþurrkunin
mjög háð veðrum og vindum, sérstaklega
var rigningartíð hvimleið og varasöm, því
ekki var gott að fá ofaní fískinn á stakk-
stæðunum fremur en töðuna á túnunum.
Nú sjást ekki lengur stakkstæði eða
stakkar af fiski undir hvítum presenningum,
hvað þá konur kappklæddar í skinnskóm -
gúmmístígvél voru þá ekki komin til
sögunnar - og síðum pilsum með
olíusvuntur, standandi við fiskkör hverju
sem viðraði, að rífa þorsk úr stæðum og
vaska úr honum saltið í ísköldu vatni eða
sjó áður en hann yrði borinn út á
stakkstæðin til þurrkunar. A stakk-
stæðunum unnu allir sem vettlingi gátu
valdið að því að breiða hann að morgni og
12