Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 24
Múlaþing
Guðný Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason í Klúku
með Þorbjörgu dóttur sína. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
næturgöngu, að hann brá sér í íjósið og
mokaði flórinn áður en hann gerði vart við
sig. Duglegur þótti hann við að stinga út
íjárhús og moka undan hestum, stinga
sniddu í vegghleðslur og vinna önnur
grófari verk. Klaufi var hann sagður við
slátt og heyskaparsstörf. Aftur á móti var
hann duglegur þófari, og vék hann sér ekki
undan þeim verkum þegar svo bar undir.
Loks er hann sagður hafa verið bæði laginn
og skjótvirkur við hrossaslátrun, en það var
verk sem margir viku sér undan. Hlaut hann
þá að launum slitgóð skæði úr hrosshánni
og margan góðan bitann - enda við fáa að
keppa, því á þessum tímum þótti flestum
hrossakjötsát ósvinna.
Þá eins og löngum fyrr var vefstóll á
flestum betri heimilum og mikið af ull
unnið í vaðmál, og svo var á Gilsárvöllum
allt fram á tíma okkar systkina þar. Þegar
voðin var tekin af vefstólnum þurfti að þæfa
hana. Var við það notuð önnur aðferð en við
vettlinga og sokkaplögg, sem þæfð voru
milli handanna. Hún var þannig, að voðin
var undin úr volgu vatni og vöðlað saman á
hvítskúruðum hluta baðstofugólfsins.
Þófarinn færði sig úr skóm og sokkum,
steig upp á vaðmálið og þvældi það vel og
lengi með fótunum, en studdist með
höndunum við rúmgafl eða stól. Þetta fór
Gvendi vel úr hendi - eða öllu heldur fæti.
Eitt var það sem Gvendi þótti trúandi til
að vinna samviskusamlega öðrum mönnum
fremur, og það var að bera bréf og böggla
milli bæja. Voru þau ófá ástabréfm sem
hann flutti svo lítið bar á, og tjóaði þá
engum nema réttum viðtakanda að heimta
þau úr höndum hans, og var það þó
stundum reynt fyrir hnýsni sakir. Ekki er
heldur vitað til að hann hafí nokkurn tíma
villst á bréfum þótt ólæs væri, hann vissi
upp á hár hvað var ætlað hverjum
viðtakanda, og þangað var því skilað.
Raunar flutti hann fleira á milli bæja en
bréf og böggla, því ekki lítill ijöldi
aðskotadýra tók sér far með honum og varð
óhjákvæmilega nokkur hluti þeirra eftir á
viðkomustöðum hans á flakkinu, en önnur
bættust við. Það var hin illræmda íslenska
lús sem fram á tuttugustu öldina átti sér
fasta bólsetu á flestum heimilum til sjávar
og sveita, í misjöfnum mæli þó.
Fast athvarf átti Gvendur hjá hálf-
systrum sínum, þeim Stefaníu á Gilsár-
völlum og Guðnýju í Klúku í Hjaltastaðar-
þinghá, en eirði sjaldnast lengi á hvorugum
staðnum. Þessi tvö heimili voru annáluð
fyrir myndarskap og hreinlæti að þeirrar
tíðar hætti. Þegar karl gerði þar stuttan stans
var hann þrifínn og aflúsaður eftir föngum,
fatnaður af honum þveginn og bættur.
Þá átti Guðmundur góðu atlæti að mæta
á heimilum frænda sinna á Hallormsstað og
Valþjófsstað, þeirra séra Sigurðar Gunnars-
sonar eldri og yngri.
Ymsum getum var að því leitt hví
Guðmundi væri svo illa í ætt skotið. Sumir
hölluðust að því að hann væri umskiptingur
- að álfar hefðu rænt barni og skilið króga
sinn eftir í staðinn. A hann að hafa verið
skilinn einn eftir bundinn við rúmstöpul
meðan fólkið var á engjum, og þegar hans
var vitjað að loknu dagsverki hafí hann
verið gersamlega umhverfður. Nútíma-
læknisfræði og viðhorf hefðu þó vafalaust
22