Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 107
Jökuldæla
Hákonarstöðum“, sá sami og séra Jón
Ingjaldsson vitnaði til, en faðir Péturs þess,
sem séra Sigurður skrifaði Jökuldœlu eftir.
7) Ungar sagnir um handrit Jökuldœlu.
Hér að framan í 4) var vitnað í greinargerð
Guðna Jónssonar um Jökuldœlu fyrir útgáfu
hennar í íslendinga sögum. Eins og þar
sagði „eru enn ýmsar ágizkanir ... hvað af
henni hafi orðið“. Einnig var þar nefnt, að
þá hefðu verið gerðar árangurslausar
tilraunir „til þess að komast á feril hennar“.
Ekki gerði Guðni neina grein gerð fyrir
þessum ágiskunum, en í greininni í
Sólhvarfasumbli stendur: „en vonandi
þekkir einhver sem þetta les til þeirra og
birtir lærða ritsmíð um sagnir um þessa
sögu“. Enginn hefur enn svo mér sé
kunnugt orðið við þessum tilmælum og
þess vegna er hér tínt saman það sem
fundist hefur. Margt af þessu hefur Páll
Pálsson á Aðalbóli bent mér á. Eflaust er
hægt að bæta hér um betur, en þykir
vonandi betra en ekki.
Guðmundur Jónsson. I grein sem Guð-
mundur skrifaði í vestur-íslenska tímaritið
Sögu 1927 er frásögn um Jökuldælu. Fyrst
nefndi hann að bókin hefði verið týnd þegar
séra Sigurður Gunnarsson skrifaði fyrr-
nefnda grein sína, síðan segir:
Þó mun hafa verið til brot úr henni lengur, þótt
fáir vissu, og er þessi sögn því til sönnunar.
Sigurður Sigurðsson frá Fögruhlíð sagði mér
það siðasta, sem eg hef frétt af bók þessari.
Sigurður var vel greindur maður og gætinn, og
manna færastur að lesa settletur og gömul
handrit.
Hann kvaðst hafa farið upp að Amórsstöðum á
Jökuldal nálægt 1880, í kynnisför til bóndans
þar, Jóns Kjartanssonar, sem áður hafði verið
nágranni hans. Þegar hann kom þangað, var
Jón bóndi ekki heima. Sigurður dvaldi þar tvær
nætur, en varð að snúa heim á leið áður en Jón
kom heim. Hann kvaðst hafa farið að leita þar
í bókarusli sér til skemtunar, en þar rakst hann
á skinnbókarræfil, mig minnir að eins tvö blöð.
Þau voru svo máð, að þau vom lítt læsileg; þó
komst hann að þeirri niðurstöðu, að þau væm
úr Jökuldælu. Ekki kvaðst hann hafa getað náð
samhengi úr efni þeirra, því þetta var í
skammdegi og dauf birta. Þó kvaðst hann
hyggja, að hann hefði getað lesið þau að mestu
leyti við góða dagsbirtu. Enginn þar á bæ sagði
hann að hefði vitað, hvað á þessum blöðum
stóð; þau höfðu þvælst þar lengi í öðru
bókamsli. Næsta vetur heimsótti Sigurður Jón
bónda, og spurði eftir blöðunum, en þau vom
þá glötuð.16
Samkvæmt nafnaskrá við Þjóðsögur
Sigfúsar var Sigurður Sigurðsson í Fögru-
hlíð uppi á árunum 1830-1907. Þessi
frásögn er fremur ólíkleg, m. a. af því að
allar líkur benda til að Jökuldœla hafi verið
svo ung, að hún hafí aldrei verið til á skinni
og haft þetta verið skinnblöð, mætti giska á
að þau hafi getað verið gömul jarðabréf.
Einnig er frásögnin nokkuð óljós.
Sigfús Sigfússon. í seinni útgáfunni á
Þjóðsögum Sigfúsar er eftirfarandi frásögn
með fyrirsögninni: „Skjöldólfshaugur“ um
handrit Jökuldœlu og endursögn sem á að
vera komin úr því:
Gunnar í Húsavík austur, sonur Jóns
Benjamínssonar er lengi bjó að Háreksstöðum
í Jökuldalsheiðinni, segir að faðir sinn hafi átt
Jökuldælu, skrifaða setthönd og fljótaskrift af
ísaki bróður hans, í bók á stærð við
Jónspostillu. Vom þar í riddarasögur með og
vísur eftir Isak og ýmislegt fleira. Þessa bók lét
Anna [Jónsdóttir] síðari kona Jóns börn þeirra
rífa niður í hugsunarleysi. Gunnar segir að
105