Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 120
Múlaþing við; hann kvað það aldrei verða skyldi að hann flýðí. I þeirri svipan kom Eiríkur og veitti þeim atgöngu; varð hinn snarpasti bardagi. Eiríkur hlífði sér en eggjaði menn sína. Herjúlfur barðist hraustlega, en sverðið dugði honum lítt; gekk svo þar til hans menn voru allir fallnir, en 4 voru eftir förunautar Eiríks og hann sjálfur; gekk hann þá fremur öllum, og veitti Herjúlfi atgöngu; varðist hann vel en féll þó um síðir við góðan orðstír. Eiríkur fór heim og lá lengi í sárum. Þeir er fallið höfðu voru dysjaðir þar er fundurinn var; heitir þar síðan Herjúlfsteigur. Hákon hét maður, er bjó á Hákonar- stöðum og Skjöldólfur á Skjöldólfsstöðum; þeir deildu um álftatekju í Vatnaflóa norður undir Fellnahlíð á Tunguheiði, er gengur inn af Vopnafirði. Eitt sumar bjuggust báðir í álftaslag. Ekki voru neinir menn nafn- greindir, er með þeim fóru nema skjaldmær sú, er Valgerður hét; höfðu menn það fyrir satt, að hún væri frilla Skjöldólfs. Þeir fundust við svo nefnt Hólmavatn, og var þar mikið af álftum, er báðir vildu hafa; lauk svo, að þeir börðust í hólma í vatninu og féll Skjöldólfúr og er heygður þar í hólminum, en Hákon komst heim og lá lengi í sárum. En svo er sagt, að áður þeir börðust vildi skjaldmærin berjast með Skjöldólfi, en hann bað hana að vakta álftir nokkrar á kíl einum þar nærri, og fannst hún sprungin við kílinn. Hafði hún stokkið fram og aftur eftir álftunum, og er kíllinn kallaður síðan Valgerðarhlaup. Ásbrandur hét maður á Víðirhóli; hann var auðigur bóndi; hann ætlaði einn tíma til Hofs og gisti að Gauki á Gauksstöðum. Daginn eftir slóst hann í ferð með honum. Reið Gaukur mögrum hesti en Ásbrandur stagfeitum. Þeir ætluðu að ríða Jökulsá á svokölluðum Hellir; en er þeir riðu um mýri, er þar er fyrir innan varð þeim þras nokkurt, og stakk Ásbrandur spjótsskapti við hesti Gauks, svo hann féll við og datt Gaukur í keldu og ötuðust klæði hans og kvaðst Gaukur skyldi finna hann síðar. Vorið eftir reið hann vestur að Víðirhóli og barði á dyr; kom út kona; hann spyr að Ásbrandi, en hún kvað hann genginn til sauða, því honum væri vant 300 geldinga, og vísaði honum, hverja leið hann hefði farið; með það sté hann á hest sinn og reið upp á milli Svalbarða. Þar hitti hann Ásbrand og sagði nú væri best að minnast á forna leika og bað hann verja sig. Ásbrandur hafði fátt vopna, síðan börðust þeir, og lauk svo, að Ásbrandur féll og huldi Gaukur hræ hans þar í lind einni, sem síðan er kölluð Brandslind. Reið hann svo heim að Víðirhóli og lýsti víginu á hendur sér, og reið sem leið liggur ofan með Gilsá og sá hvar geldinga Ásbrands hafði rekið hér og hvar upp úr ánni; höfðu þeir farið fyrir svokallaða Dimmufossa í vestan næðingi. Svo er sagt, að morguninn áður en þeir Hákon og Skjöldólfur börðust, gekk Hákon berfættur upp á Þórfell fyrir ofan Hákonar- staði til hofs síns; frost var úti og kól hin mesta táin á hægra fæti Hákonar, en hann hjó tána af og hélt svo áfram ferð sinni sem ósærður. Á Þórfelli kvað enn í dag móta fyrir goðahofmu. (Bœtt við eftir munn- mælum, Snorri Jónsson.) 3. JÖKULDÆLA SÉRA SIGURÐAR Brot úr Jökuldalssögu, eptir sögn Pétrs smiðs Pétrssonar, bónda á Hákonarstöðum á Jökuldal, er segir föður sinn hafa séð söguna og lesið, hjá sira Erlendi í Hofteigi Guðmundarsyni. Jökuldæla segir, að Hákon hafi numið Jökuldal vestan ár, frá Teigará inn til Jökla, og búið á Hákonarstöðum (það er þriði bær inn frá Skjöldúlfstöðum. Ut frá 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.