Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 119
Jökuldæla
2. JÖKULDÆLA SNORRA -
BROT ÚR JÖKULDÆLA SÖGU
(eftir minni).
Maður er nefndur Eiríkur Orri, hann bjó á
Eiríksstöðum á Jökuldal. Mælt er hann hafí
því verið kallaður Orri að hann barðist á
Orrustustöðum í Brúarhvömmum. Hann átti
dóttur þá, er Gróa hét. — Herjúlfur hét
maður, er bjó á Bessastöðum í Fljótsdal;
hann var vitur maður og vinsæll. Honum
drógust þingmenn frá Eiríki, og lék honum
öfund á því. Eitt haust fór Gróa austur í
Fljótsdal, þá gjörði tíð harða og tepptist hún
þar eystra, svo Herjúlfur bauð henni til sín
og gjörði við hana hið besta. Mæltu menn
ýmislegt um vinfengi þeirra. — Herjúlfur
átti sverð afargott og hið vandaðasta að allri
smíð. Það hafði smíðað Gaukur bóndi á
Gauksstöðum, því hann var smiður góður.
Þegar Gróa fór norður biður hún Herjúlf að
ljá sér sverðið, og kvaðst vilja láta gjöra
umgjörð efltir þeirri, er sverðinu fylgdi, til
handa föður sínum. Herjúlfur var tregur til
en lét þó tilleiðast, en er hún kom heim,
gjörði hún ferð sína út að Gauksstöðum og
biður Gauk smíða sverð, sem líkast hinu að
gjörð en lakara að gæðum. Hann gjörði sem
hún beiddi; síðan fór hún heim með sverðið
og fékk föður sínum sverð Herjúlfs —, en
sendi Herjúlfí það nýsmíðaða, og grunaði
hann ei neitt um svik hennar.
Vorið eftir þóktist Eiríkur ætla að fara
stefnuför til Herjúlfs fyrir það, hann hefði
fíflað dóttur sína, þó varð eigi af því, en
hann bauð honum hólmgöngu. Var fúndur
lagður á tungunni milli Þuriðarstaðaár og
Glúmstaðaár inn af Hrafnkelsdal með 15
menn hvor þeirra. A tilsettum tíma bjuggust
hvorirtveggju. Kom Herjúlfur fyrr og beið
þar til sén varð för Eiríks; en er þeir
nálægðust, tekur einn af förunautum
Herjúlfs svo til orða: ekki líst mér allt
prettalaust af Eiríks hendi því mér sýnast
tveir menn á hverjum hesti, en hinir kváðu
það eigi vera. Nú er þeir komu nær, sjá þeir
að svo er, sem honum hafði sýnst, beiddu þá
förunautar Herjúlfs hann að forða sér og
kváðu sér við engu hætt, ef hann væri ekki
1 17