Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 15
Úr ruslakistunni
taka hann saman að kvöldi. Þar stunduðum
við Nonni bróðir fyrstu launuðu vinnuna,
ég sjö ára pottormur, hann árinu eldri.
Roguðumst við með nokkra flatta þorska á
handbörum frá stakki að morgni, að honum
þegar líða tók að kvöldi, eftir að þeir höfðu
legið í sólinni lungann úr deginum.
Á veturna stundaði faðir minn sem fyrr
smíðar á verkstæði Gissurar bróður síns, en
dvaldist á Borgarfirði á sumrum. Um
haustið 1914 fór hann að venju suður til
starfa á verkstæði bróður síns. Var það
okkur bræðrum mikið tilhlökkunarefni
þegar hans var von að vori, enda færði hann
okkur þá einhvern smáglaðning. Meðal
þess sem við eignuðumst þannig var
„slagbolti“, og jukust vinsældir okkar til
muna þegar við réðum yfir slíku þarfaþingi,
enda fáséð þama á hjara heims um þessar
mundir. Fór svo að eldri strákar í þorpinu,
eða helsti forsprakki þeirra, lögðu hald á
gripinn og höfðum við bræður lítil not af
honum uppfrá því. Þó fengum við að vera
með í boltaleik í krafti eignaréttarins.
En þar kom að boltinn sprakk. Var í
fyrstu reynt að líma á hann bætur, en þær
dugðu illa og svo kom að hann dæmdist
ónýtur og var afskrifaður. En nú vom
strákar búnir að kynnast leik með
alvörubolta, og gangskör að því gerð að
útvega nýjan. Þegar hann kom hófust leikar
að nýju, og nú fýsti okkur bræður að vera
líka með. En ekki reyndist það auðsótt.
„Það er ekki hægt að hafa ykkur með,
kannski sprengið þið boltann!“ Og þar við
sat. Svona var heimsins réttlæti í þá daga -
og hefur víst lítið batnað.
Á heitum sumardögum tíndum við
stundum af okkur spjarirnar og busluðum í
Svínalæknum, sem rann til sjávar gegnum
þorpið, og ösluðum jafnvel útí sjóinn úr
bogadreginni ijöru milli klappanna framaf
þorpinu.
Þorsteinn Magnússon bóndi í Höfn. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Eitthvað mun hafa verið um sund-
kunnáttu ungra og vaskra sveina á Bakka-
gerði, því ég minnist þess er tveir eða þrír
þeirra lögðust til sunds í víkinni, vitanlega
allsberir, því sundföt höfðu ekki borist til
Borgarijarðar á þessum ámm. Fannst mér
næsta kátlegt þegar einn sundgarpurinn
velti sér við til baksunds og sá líkamshluti
sem ógjarnan er hafður til sýnis slettist til
við hvert sundtak.
Annars vom leikir barna um þessar
mundir svipaðir og verið höfðu um aldir,
þau léku að leggjum og skeljum og öðru
sem náttúran fékk þeim upp í hendurnar.
Völubein voru ær, kjálkar kýr, leggir hestar
o.s.frv. Þá var gott til fanga í ijörunni,
þangað voru sóttar skeljar og skrýtnir og
fallegir steinar, sem við þekktum vitanlega
engin deili á. Eftirsóttir voru hálfglærir
brimsorfnir steinar, svo harðir að slá mátti
af þeim neista og við nefndum blossasteina,
og var þá sem þeir glóðu í gegn ef fast var
slegið og fimlega.
Á haustin var fé rekið til Bakkagerðis til
slátrunar. Voru þá sett upp flekaborð ofan
13