Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 141
Stafkirkja og rauðviðarskáli á Valþjófsstað
I skálanum á Keldum. Stólparnir til hœgri eru upprunalegir og gefa
nokkra hugmynd um „stafina^ i fornum húsum, eins og voru á
Valþjófsstað. (Ur Seiður lands og sagna II eftir Gísla Sigurðsson Rvík.
2003).
13.6 m, og skiptu tvö
þverþil honum í þrennt;
sjálfur skálinn er nú 5,50 m
langur, breidd milli stafa
3,50 og lofthæð upp að
bitum 1,80 m. Austur-
endinn er búr, en vesturendi
göng til baðstofu. Síðustu
aldir hefur verið geymslu-
loft í risinu. Sagt er að
skálinn hafi verið helmingi
lengri fyrr á öldum.40
Gaman er að minnast
þess að Randalín Filipus-
dóttir húsfreyja á Valþjófs-
stað á 13. öld, kona Odds
Þórarinssonar, var frá Hvoli
á Rangárvöllum og Sólveig
kona Þorvarðar bróður
hans var frá Keldum.
Líklegt er að skálinn á
Valþjófsstað hafi staðið
andspænis stafkirkjunni,
sem eflaust hefur verið í
gamla kirkjugarðinum
heima við bæinn og snúið
austur-vestur, þvert á fjall-
ið, en skálinn samsíða fjallinu, eins og
síðasti torfbærinn og timburhúsið sem þar
var síðast.
Lokaorð
Þegar ég byrjaði að rita þessa grein fyrir
nokkrum árum var mér ekki Ijóst hversu
flókið það er fyrir leikmann, sem hvorki er
smiður né arkitekt, að rita um byggingar
eða byggingarlist, og ber greinin þess
vafalaust nokkur merki. Tilgangur minn var
aðeins að vekja athygli á þeim glæsilega
húsakosti sem lengi fram eftir öldum var
við lýði á höfuðbólinu Valþjófsstað, og
virðist hafa enst þar lengur en almennt
gerðist á íslandi, enda er loftslagið þurrara
þar en víðast hvar annarsstaðar á landinu.
Mikið vildum við nú gefa fyrir að eiga
þó ekki væri nema leifar af þessum
byggingum, eða teikningar af þeim, en
hvorugu er til að dreifa. Lýsingar þeirra eru
þó svo nákvæmar að vel mætti endurbyggja
þær eftir þeim. Agúst Sigurðsson leggur til
að Eiðakirkja verði endurbyggð sem
stafkirkja: „Sá einn minnisvarði er við hæfi
hinna fallegu, fornu kirkjuhúsa, að efnt
verði til stafkirkjugerðar - og þá þar sem hið
skrautlegasta og fegursta þeirra stóð, á
fornfrægum Eiða stóli“.41 Slíkt minnis-
merki ætti þó ekki síður heima á
Valþjófsstað, ekki síst vegna þess að
steinkirkjan frá 1966 var gerð af litlum
stórhug, bæði lægri og minni en timbur-
kirkjan sem þar var á undan henni, og
139