Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 89
Bjartar vonir og vonbrigði
berjast við æðri máttarvöldin og tapað í
þeirri baráttu.
Þegar Valdór deyr á hann von á barni
með ungri stúlku sem elur honum dóttur
þann 30. september. Aldrei fékk ég
skýringu á því hvernig háttað var hjóna-
bandi afa míns og ömmu en Herborg amma
mín er í mínum augum hetja hversdags-
leikans í þessari frásögn. Hún tók þessa
barnsmóður eiginmanns síns, inn á sitt
heimili að Sómastaðagerði og þar dvöldu
þær, þar til dóttir Valdórs, Guðrún Valdóra,
deyr rétt um tveggja ára aldur. Föðuramma
mín Herborg dvaldi á heimili foreldra
minna fram í andlátið þann 22.08.1964.
Hún talaði oft um Valdór afa minn og hans
mörgu tilraunir til að verða ríkur og
endalausa baráttu við það. Sé ég mikið eftir
því að hafa ekki skráð niður betri heimildir
og hlustað betur á frásagnir hennar.
Sátum við löngum í eldhúsinu á
heimilinu og biðum eftir því að eldurinn
slökknaði í eldavélinni, hún var eldhrædd
með eindæmum eftir að hafa orðið fyrir því
að lýsisbræðslan á Hrúteyri brann til kaldra
kola. Hún var oft ein með böm og bú í
ijarveru Valdórs afa og tók að sér fjölda-
mörg fósturbörn í viðbót við sinn stóra hóp.
En hennar saga bíður betri tíma.
Tilvísanir og heimildir
1 Gissur Kristján, samantekt eftir Halldór
Amason.
2 Björgun vélbáts afFossjjöru 1920 eftir
Skarphéðinn Gíslason frá Vagnsstöðum,
Goðasteinn bls. 17-21. 1971
3 Stormur strýkur vanga, ævisaga Guðjóns
Símonarsonar eftir Olaf Hauk Símonarson.
Útg. Forlagið, Rvík. 1992. bls. 236-241.
4 Sjómannadagsblað Neskaupsstaðar, 9.
árgangur, 8. júní 1986. Grein eftir Guðmund
Magnússon, fyrrv. fræðslustjóra. Bls. 39-42.
5 Bréf frá Valdóri Bóassyni til Sigfúsar
Sveinssonar, kaupmanns á Norðfirði, dags.
22. desember 1922. Skjala-og myndasafn
Norðfjarðar.
6 Þrautgóðir á raunarstund IX. Ritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson. Öm og Örlygur. Rvík.
1969. Bls. 167-168
7 Saga austjirskra þilskipa eftir Guðmund
Sveinsson, Norðfirði.
8 Dagbók Þorsteins Guðmimdssonar frá
Reynivöllum, dags. 23. maí-19. ágúst 1923.
Skrifuð að mestu um borð í Clyne Castle
meðan á björgunaraðgerðutn stóð.
9 Morgunblaðið, 9. september 1919.
10 Dagbók Ara Hálfdánarsonar frá Efra-bæ á
Fagurhólsmýri.
11 Saga Reyðarfjarðar eftir Guðmund
Magnússon, fyrrv. fræðslustjóra.
Fjaróabyggð. 2003.
12 Munnlegar heimildir frá Jónasi Jónssyni f.
18.12.1918, frá Eyri við Reyðarfjörð,
sumarið 2005.
13 Munnlegar heimildir frá Páli Elíssyni, Gimli
Reyðarfirði, sumarið og haustið 2005.
87