Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 87

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 87
Bjartar vonir og vonbrigði Góðir drengir, uppgjöf og heimferð Nú var öllum orðin ljós hin kaldhæðnis- lega staðreynd að Clyne Castle yrði um aldur og eilífð þama á sandinum og yrði ekki hreyfður þaðan sem hann var. Gerðu björgunarmennirnir sér fyllilega grein fyrir þessari staðreynd og nú var ákveðið að gera sér fé úr því sem verðmætt var í skipinu, rífa innan úr skipinu allt sem nothæft var og var Þorsteinn fenginn til þess verks. Hann tók þó ekki að sér þetta niðurrifsverkefni með glöðu geði. Því lýsir hann í lokakafla dagbókar sinnar frá hinum viðburðaríku dögum um borð í Clyne Castle: „15. ágúst, miðvikudagur, það var öllum Ijóst orðið að skipið yrði ekki tekið út og var bvrjað að skipa upp dóti og keyra upp á sand og ganga frá því yfir veturinn þar sem því yrði óhœtt Jyrir sjógangi. Var verið að því fram á föstudaginn þ. 16. Þá var farið út í sveit að smala hestum til austurferðar, fóru þeir Jóhann og Benjamín til þess og er gert ráðjyrir gert að leggja á stað á föstudaginn austur á Höfn “.8 En fyrst þurfti að huga að heimferð fyrir þá sem lengra áttu að og fylgdi Þorsteinn þeirn Jóhanni og Valdóri austur að Höfn ásamt hinum. Þorsteinn virðist hafa kunnað mjög vel við samvistir við þessa menn og var honum óljúft að verða einn eftir á sandinum. Honum segist svo í dagbók sinni: „Eg er kjörinn til að fylgja þeim austur sem er einkar Ijúft því ég hefði viljað gera allt sem í mínu valdi hefur staðið til að verða þeim að liði, því hér hefi égfyrir hitt svo góða drengi að leit er á öðrum eins “8 Þorsteinn er þakklátur yfir því að hafa kynnst þessum góðu drengjum og hefur hreina samvisku gagnvartn „...guði og mönnum “ .8 Telur hann sig hafa gert allt sem var á hans valdi að verkið tækist en ekki verður við allt ráðið. En sumarið 1923 verður honum ógleymanlegt og fast í huga um aldur og ævi. Hann kvíðir fyrir komandi verkefni en er ekki einn því til samstarfs við sig hefur hann valið Helga Arason frá Efra- Bæ á Fagurhólsmýri. Þeir munu njóta til helminga á við eigendur þess sem verðmætt reyndist og hefur það eflaust verið smá sárabót þótt það væri ekki nema brot af því mikla verðmæti sem búist var við ef verkið hefði tekist: „Eg hef tekið að mér að rífa innan úr skipinu allt fémætt, trjáverk, járn, stál, kopar o.fl. og bjarga því og ganga frá því undir veturinn. Helgi á Fagurhólsmýri verður með mér ogfáum við helming af öllu tré og svo járn og annað eftir vild. Ég ber hálfgerðan kvíðboga fyrir þessu hugaða verki því mig langar svo að losna sem fyrst úr því að svona illa tókst til með skipið. Ég hef bœði góðar og vondar minningar héðan. En aldrei get ég gleymt sumrinu 1923 á Clvne Castle“.s Og heim skal haldið og hefur eflaust hugur þeirra Valdórs og Jóhanns verið við allt það erfíði sem er að baki til þess eins að eyða kröftum, ijármunum og tíma. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og ekki er vafí um að allir þeir sem komu að verkinu lögðu sig heilshugar fram við að þetta erfiða verkefni tækist, en Guð og forsjónin voru ekki í liði með þeim í þetta sinn þrátt fyrir alla von og bænir. Heimferðin Ferðin austur á Hornaljörð gekk eins vel og búist var við, gist var á Hala í Suðursveit og heima hjá Skarphéðni Gíslasyni á Vagns- stöðum. Bendir það til þess að hann hafi verið einn af þeim sem unnu við hið strandaða skip. Þorsteinn hefur hér skrifað lokaorðin í dagbók sína: „ 19. ágúst sunnudagur, sólskin og logn, dvöldum á Höfn fram eftir degi að bíða eftir 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.