Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 21
Úr ruslakistunni
Þegar ég heimsótti Fíu systur á Hof-
strönd sumarið 1949 gafst tóm til að rifja
upp ýmislegt frá bernskuárum mínurn á
Gilsárvöllum. Sagði hún mér þá að á
góðviðrisdögum væri sér fróun að rölta út á
Hamar setjast þar og horfa inn til Gilsár-
valla sem þaðan blasa við.
Soffía andaðist á Hofströnd í febrúar-
mánuði 1950.
Amboð og ungir slátturmenn
Á þessum tímum voru skosku bakkaljáirnir
hvarvetna í notkun, bakki úr jámi með
götum sem stóðust á við göt á ljáblaðinu,
léninu, sem var hnoðað við bakkann. Lénin
voru keypt sérstaklega, en bakkarnir
heimasmíðaðir þar sem til þess var aðstaða.
Skipt var um léni þegar þau voru eydd orðin
af notkun og brýnslu. Aftast á ljánum, um
tommu fyrir aftan afturbrún lénisins, var
þjó, 7-8 cm. langur og fingurbreiður flatur
spaði homrétt við bakkann og vísaði um
45° upp þegar ljárinn lá flatur á jörðinni.
Bilið á milli var nefnt grashlaup. Þjóið gekk
undir tvo hólka neðst á orfinu, svo þétt að
nota þurfti barefli til að slá ljáinn í orfíð eða
úr því.
Ljáblöðin voru svolítið bogmynduð,
þykkust við bakkann, en smáþynntust að
egginni. Þegar oft og lengi hafði verið brýnt
og dengt mjókkaði blaðið smám saman.
Varð það þykkra eftir því sem meira slitnaði
frá egginni og ljárinn tók verr brýnslu. Var
þá ljárinn dengdur eða klappaður.
Dengingin fólst í því að eggin var slegin
fram á steðja, þynnt, með þar til gerðum
hamri, klöppu. Misjafnt var hve vel
sláttumönnum fórst það úr hendi, enda
þurfti nokkra lagni til. Einnig voru mönnum
mislagðar hendur við brýnslu, sumum
flugbeit, aðrir hjökkuðu með hálfbitlausum
ljá. Sennilega eru klaufskir sláttumenn fyrir
öfundar sakir upphafsmenn þeirrar kerskni
að lýgnum mönnum bíti vel.
Sigvarður Benediktsson bóndi Hofströnd.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Oddný Þorsteinsdóttir Ijósmóðir Hofströnd.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
19