Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 25
Úr ruslakistunni aðrar og eðlilegri skýringar á reiðum höndum, fósturgalla, heilasköddun í fæðingu, áfall í bernsku eða kannski Downs-heilkenni. Og ekki er ólíklegt að við atlæti og umönnun svipað og nú tíðkast hefði hlutskipti hans orðið annað og betra en að hrekjast umkomulaus bæ frá bæ og sveit úr sveit, fáum aufúsugestur. Guðmundur náði að verða sjötugur. Hann var lagður af stað frá Gilsárvöllum og ætlaði uppá Hérað. Kvaðst hann í Njarðvíkurskriðum hafa mætt sjálfum sér. Hann taldi það vísbendingu um að nú væri nóg komið af ferðalögum þessa heims, sneri við heim að Gilsárvöllum og lagðist fyrir. Eftir að hafa legið nokkra stund sagði hann best að bera sig út í skemmu, hann væri sama sem dauður. Ekki var það látið eftir honum, heldur fékk hann að deyja drottni sínum áður en til þess var tekið. Sagt var að banameinið hefði verið garnaflækja. Borgarfjörður kvaddur Á Gilsárvöllum vaktist upp fyrir okkur bömunum sumt af leyndardómum lífsins - og dauðans. Ekki þurfti mikla athyglisgáfú til að álykta í hvaða tilgangi kúnum var haldið undir naut skömmu eftir burð, né hrútum hleypt til ánna á fengitíma. Og þá lá nærri að giska á að ekki væri það ljósmóðirin sem kæmi með hvítvoðungana í tösku sinni, heldur væri tilurð þeirra með öðrum hætti, og þá einnig hvaða líkams- partar og athafnir kæmu þar við sögu. Auðvitað var það ungum dreng reiðarslag að þurfa að viðurkenna að foreldrar hans legðu sig niður við slíka iðju. Þetta hálft annað ár sem við áttum athvarf á Gilsárvöllum munu heimilis- störfin hafa hvílt á móður minni og ömmu nokkurn veginn að jöfnu. Þó tel ég mig muna það rétt að amma hafi annast umstang í búri að mestu, og vorum við eldri systkinin sæmilega liðtæk að hjálpa henni við að skilja og strokka, og hlutum jafnan fingurstroku neðan af strokkloki eða froðuspón af rjómaskálinni að launum. Mamma mun einkum hafa annast mjaltir og matseld, enda forfrömuð eftir nám í Húsmæðrakóla Reykjavíkur veturinn 1904. Veturinn 1916-17 var faðir okkar við smíðar í Reykjavík á verkstæði Gissurar bróður síns, eins og vetuma á undan, en kom um vorið austur. Þegar hann hafði heilsað rétti hann Jóni tengdaföður sínum 50 króna seðil, umbun fyrir framfærslu fjölskyldunnar, en vitanlega hafði hann ekki þegið laun fyrir vinnuframlag sitt eða konu sinnar sumarið á undan, né heldur mundi hann gera það sumarið sem í hönd fór. Auk þess rann til búsins arðurinn af þeim búpeningi sem Ijölskyldan átti, einni kú og nokkrum kindum. Peningar vom sjaldséðir á Gilsárvöllum, enda flest viðskipti byggð á innleggi og úttekt hjá Sameinuðu. Þurfti heimilisfólkið að skoða þennan stóra seðil gaumgæfilega og dást að honum áður en hann var lagður til geymslu í litlu stofuklukkuna á veggnum, eina tímamæli heimilisins fyrir utan sólina sjálfa. Haustið 1917 fór svo Erlingur með Jón, elsta soninn, alfluttur til Reykjavíkur. Kristín varð eftir ásamt yngri börnunum og var fastmælum bundið að hún kæmi með þau suður vorið 1918, og gekk það eftir. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.