Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 132
Múlaþing
Hugmyndir Magnúsar Más Lárussonar um gömlu stafkirkjuna á Valþjófsstað (til vinstri) og torfkirkjuna
sem byggð var um 1740 (til hægri), í sömu hlutföllum. Myndunum er ætlað að skýra hvers vegna lœkka
þurfti hurðina um þirðjung, þegar torfkirkjan var byggð. Ur grein Magnúsar: Maríukirkja og
Valþjófsstaðahurð, 1967, hér í dálítið breyttri gerð úr bók Agústar Sigurðssonar: Forn Fræðgðarsetur II,
bls. 39.
Nánari lýsing hans á kirkjunni skýrir þetta
frekar. Brynjólfur segist hafa látið smíða
líkan af útbrotakirkju fyrir Fomgripasafnið
(Þjóðminjasafn) og var það til sýnis í
safninu.
Hrörnun kirkjunnar og endurbygging
I vísitasíum Valþjófsstaðakirkju frá 17. öld
kemur fram að hún er orðin ,lasin‘, einkum
að þilviði, þó að máttarviðir séu enn
stæðilegir. Brynjólfur Sveinsson biskup
(1639-1674) hefur áhyggjur af þessu og í
september 1660 fékk hann séra Halldór
Eiríksson, ásamt fimm öðrum ,dándis-
tnönnum1 til að meta ástand kirkjunnar og
annara bygginga á staðnum. í álitsgerð
þeirra segir m.a.:
Og tókum oss fyrir hendur, í herrans nafni,
kirkjuna sjálfa imprimis að skoða, rannsaka og
álíta, í öllu því sem til náum og rannsaka
kunnum. Hún virðist oss öllum niðurfellileg,
og ekki hættulaust standa kunna. Ekki heldur
sjáum vér vel fært fyrir kennimanninn
þjónustugjörðina þar inni að fremja í stórum
veðrum, því þarf hún fljótrar umbótar og
viðréttingar, og þó stórrar, skuli hún sæmilega
sterk og stæðileg verða, eftir loforði sáluga
séra Einars við biskupinn, handskrifuðu... 17
Arið 1706 var kirkjan „mjög tilgengin til
norðurs, [en] undirviðir sterkir“, og árið
1727 segir í úttekt:
Kirkjan er ærið gömul, fúin og ágengileg,
einkum að fjalviðnum... En prófasturinn er nú
að tala um hvort það muni ekki kunna að
standast, þegar þessi kirkja er tekin [til
endurbóta?] að hún sé lækkuð og gjörð upp
aftur með veggjum og torfþaki, so sem flestar
kirkjur hér í landi, því það sé mjög bágt að
halda so háum timburkirkjum við góða hefð og
magt, so að hvorki rifni viðimir af sólu né
fordjarfist af vætum, falli og ekki heldur í
stórviðmm. Hér til svarar biskupinn að hann
með sitt eindæmi kunni ekki að leifa að stór
umbreyting sé á kirkjunum gjörð, en segist
vilja geta séð, að þessi kirkja væri uppgjörð af
nýjum og sterkum viðum, nægilega stór, þótt
hún væri með veggjum og undir torfþaki...18
130