Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 152

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 152
Múlaþing Skreyting tjaldskálans. Mynd úr bókinni Alþingishátíðin 1930. Næst á eftir sýningu þessari gaf mönnum enn á að líta. Stór bamahópur um 70 börn komu syngjandi í fylkingu upp á íþróttapallinn undir stjóm þriggja kvenna. Bömin voru öll í skrautlegum íslenskum þjóðbúningum. Stigu þau vikivakadans eftir gömlum og nýjum íslenskum þjóðkvæðum, er þau sungu sjálf og var leikið undir á hom. Hefi ég varla skemmt mér betur í annan tíma, en við að horfa á þennan stóra og fallega barnaflokk svífa um pallinn, stíga dans og syngja allra fallegustu uppáhalds- kvæði mín með listilega skærum og fögrum barnaröddum. Veðrið var þá hið yndis- legasta og hefi ég aldrei notið fegurra útsýnis á Þingvöllum, en þetta kvöld. Eftir vikivakana sýndi úrvals leifimis- flokkur úr glímufélaginu Armanni leikfími undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, og tókst sú sýning mjög vel. Voru þar sýndar allskonar standæfingar, sem sagt var að hann hefði fundið upp sjálfur og svo stökk á hesti og dýnu. Að þessari sýningu lokinni var dans á íþróttapallinum fram undir morgun. Mun flestum hafa þótt þessi dagur og nóttin sem í hönd fór með því skemmtilegasta á Þingvöllum. Þegar komið var heim í tjaldborgina var þar einnig glaumur og gleði á ferðum. Menn skröfuðu og skeggræddu í stórum hópum á götum og komu saman í hinum stóru tjaldbúðum, því flestar sýslur áttu þar sitt samkomutjald, nema hvergi sá ég tjald Norður-Múlasýslu. Var einkum fjörugt í Rangæingabúð, skiptist þar á söngur og ræðuhöld. Voru ræðumar svo fjörugar, að menn þyrptust að hvaðanæfa og stóðu í þyrpingu umhverfis tjaldið. Varð mörgum, sem ekki áræddi inn, á að lyfta upp tjaldskörinni til að sjá og heyra betur, og var einkennileg sjón að sjá andlitin gæjast allsstaðar inn í tjaldið. Endaði loks með því, 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.