Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 152
Múlaþing
Skreyting tjaldskálans. Mynd úr bókinni Alþingishátíðin 1930.
Næst á eftir sýningu þessari gaf
mönnum enn á að líta. Stór bamahópur um
70 börn komu syngjandi í fylkingu upp á
íþróttapallinn undir stjóm þriggja kvenna.
Bömin voru öll í skrautlegum íslenskum
þjóðbúningum. Stigu þau vikivakadans eftir
gömlum og nýjum íslenskum þjóðkvæðum,
er þau sungu sjálf og var leikið undir á hom.
Hefi ég varla skemmt mér betur í annan
tíma, en við að horfa á þennan stóra og
fallega barnaflokk svífa um pallinn, stíga
dans og syngja allra fallegustu uppáhalds-
kvæði mín með listilega skærum og fögrum
barnaröddum. Veðrið var þá hið yndis-
legasta og hefi ég aldrei notið fegurra
útsýnis á Þingvöllum, en þetta kvöld.
Eftir vikivakana sýndi úrvals leifimis-
flokkur úr glímufélaginu Armanni leikfími
undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, og tókst sú
sýning mjög vel. Voru þar sýndar allskonar
standæfingar, sem sagt var að hann hefði
fundið upp sjálfur og svo stökk á hesti og
dýnu. Að þessari sýningu lokinni var dans á
íþróttapallinum fram undir morgun. Mun
flestum hafa þótt þessi dagur og nóttin sem
í hönd fór með því skemmtilegasta á
Þingvöllum.
Þegar komið var heim í tjaldborgina var
þar einnig glaumur og gleði á ferðum.
Menn skröfuðu og skeggræddu í stórum
hópum á götum og komu saman í hinum
stóru tjaldbúðum, því flestar sýslur áttu þar
sitt samkomutjald, nema hvergi sá ég tjald
Norður-Múlasýslu. Var einkum fjörugt í
Rangæingabúð, skiptist þar á söngur og
ræðuhöld. Voru ræðumar svo fjörugar, að
menn þyrptust að hvaðanæfa og stóðu í
þyrpingu umhverfis tjaldið. Varð mörgum,
sem ekki áræddi inn, á að lyfta upp
tjaldskörinni til að sjá og heyra betur, og var
einkennileg sjón að sjá andlitin gæjast
allsstaðar inn í tjaldið. Endaði loks með því,
150