Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 129
Stafkirkja og rauðviðarskáli á Valþjófsstað
Stafkirkjan á Valþjófsstað
Magnús Már telur mestar líkur á að
stafkirkjan á Valþjófsstað hafí verið byggð
um 1180. Þá var Sigmundur Ormsson
bóndi, prestur og goðorðsmaður á Valþjófs-
stað, sem fyrr var getið, en hann lést árið
1198. Að stofni til var þessi kirkja við lýði
fram undir miðja 18. öld, eða um 550 ár, að
sjálfsögðu með mörgum endurbótum.
Kannski fínnst sumum það ótrúlegt, en
Auðunarstofa á Hólum í Hjaltadal var líka
um 500 ára gömul er hún var rifín um 1810.
í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í
Sturlungu segir:
Markús [Gíslason] var búþegn góður og mikill
aðferðarmaður. Hann fór utan og lét höggva í
Noregi kirkjuvið góðan. Síðan fór hann út
hingað og kom í Austfjörðu, í Gautavík, og gaf
kirkjuviðinn allan Sigmundi Ormssyni. Sú
kirkja stendur nú austur á Valþjófsstöðum.
Sigmundur var þá mestur höfðingi í
Austfíörðum. Síðan fór Markús vestur á
Rauðasand til bús síns og bjó þar lengi síðan í
góðri virðingu. Markús var eigi goðorðsmaóur
og var þó með öllu ríkur í héraði sínu. Svo lét
hann bæ sinn húsa stórkostliga, að hans bær var
svo húsaður sem þeir er bezt voru húsaðir í
Vestfjörðum.
Eftir lát konu sinnar fór Markús aðra ferð til
Noregs og lét höggva þar kirkjuvið góðan;
fór svo suður til Róms og keypti í bakaleið
klukkur á Englandi og reisti „kirkju
göfugliga á Rauðasandi".11
Agúst Sigurðsson telur skýringuna á
þessari stórmannlegu gjöf vera þá, að skip
Markúsar hafí verið „nokkuð svo laskað og
sigling þess vestur að Breiðafírði eigi
möguleg“.12 Virðist það sennileg tilgáta.
Markús hefur líka verið trúaður, og með
gjöfínni keypti hann sér guðsnáð og velvild
hjá yfírvaldi kirkjunnar og vingaðist við
Sigmund.
Þessi litla, útskorna kirkjumynd á Valþjófs-
staðahurðinni, frá um 1200, er talin sýna elstu
gerð stafkirkna á Norðurlöndum, þegar veggir
þeirra voru gerðir af lóðréttum stöfum eða
plönkum. (Ur Hörður Agústsson: Stavkirke, í
Kulturhist. Leksikon).
Tilgátuteikning af kirkjunni á Þórarinsstöðum í
Seyðisfirði. Gerð af Anne Larisson. Myndin er
fengin úr bókinni The Awakening of Christianity in
Iceland eftir Steinunni Kristjánsdóttur. Utg. 2004.
Hér er ekki gert ráð fyrir torfveggjum.
127