Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 86
Múlaþing fætur um nóttina til að vinna við að halda í horfínu og tekst það að lokum. En ekki þýðir neitt að halda áfram endalaust án einhverrar tilbreytingar. Þeir menn sem eiga heima á nálægum bæjum skreppa heim um helgina til að létta sér upp. Enn á sunnudaginn fer útlitið versnandi þegar líður á daginn. Það skall á með stormi og brimi og máttu menn þakka fyrir að komast um borð í ,,trollarann“. „ 5. águst sunnudagur, regn fór vaxandi er leið á dag með stormi og brimi í sjó. Fórum á stað aftur heim kl. 3 e.m. Fórum mjög hratt því útlit var hið versta, náðum Clyne Castle kl. 8 sluppum með naumindum um borð, skipið flaut í löðrinu, réðum ekki við að halda í horfi fyrir stormi og brimi, stóðum uppi alla nóttina, slitnuðu tó og vírar og skipið lagðist á h/iðflatt að sundi, braut botninn eitthvað svo leki kom að skipinu, óvíst hvað skemmdir urðu miklar“.H Næsta dag er ekkert hægt að hafast að fyrir brimi og skipið rak lengra upp á sandinn. Togvírar sem héldu skipinu slitnuðu og sjór gekk yfir skipið og inn í káetugólf og vélarrúmið. Veður lægir daginn eftir og byrjað er að pumpa sjó úr skipinu og gengur það vel þann dag. Þá er ákveðið að fá björgunarskipið Þór til að toga Clyne Castle út og fer Jóhann austur að Hólum til að síma eftir Þór. Æðri máttarvöldin sem Valdór trúði á og batt alla von sína við, gripu fram fyrir hendurnar á þreyttum og slæptum björgunarmönnunum. Aftur skall brim á skipinu og skemmdir ágerðust og ekki hafðist við að dæla. Sendir eru menn með þau skilaboð til Þórs að bíða átekta og nokkrir mannanna vinna áfram um borð en aðrir taka sér helgarfrí. Þegar þeir koma til baka er búið að rétta Clyne Castle, stoppa leka og hita upp vélina. Þá er komið að örlagastundinni, allt er lagt í sölumar til að 84 koma „trollaranum“ út. Til hjálpar er komið björgunarskipið Þór til að toga í Clyne Castle. En ekki fer allt sem skyldi. Þorsteinn skrifar allt samviskusamlega niður í dagbók sína: „13. ágúst, mánudagur, suddi og regn, Skarphéðinn kom með símskeyti frá Björgunarskipinu Þór um að það vœri á leið til okkar. Kom Björgunarskipið Þór kl. 8 f.m. sjór var úfinn, rerum um borð, fengum 2 uppslœtti, höfðum út í þriðja sinn, fengum 2 brot, fylltum bátinn af sjó, stóðum við í Þór 2 kl.tíma, slörkuðum í land aftur með streng til að draga á vír frá Þór til að festa í Clyne Castle,fengum 2 brot á bátinn, rétt hvolft. Björgunarskipið byrjaði að toga kl. 3 e.m. en þá á flóði. Við spiluðum á okkar vír og höfðum vél í gangi, drógum vestur lónið um 1 'A lengd á móts við sundið í rifrnu, skipið rétt jyrir, útlitfyrir hið besta en ekki meira að gera á þessu flóði, hœtt“2 Enn ekki skyldi gefíst upp baráttulaust og enn var togað og togað, því eftir tveggja mánaða vinnu skyldi reynt til fullnustu að koma „trollaranum,, á flot. En eigi skyldi lofa dag fyrr en að kvöldi og átti það svo sannarlega við í þessu tilfelli: „14. ágúst, þriðjudagur, sólskin, vestan vindur, ófœr sjór sandinn, byrjað að toga kl. 3 f.m. á flóði. C/yne Castle hafði vél í gangi og rótaði skrúfan sandi frá skipinu, Þór hafði einnig fullan kraft á vél og vírum, Clyne Castle gekk út /2 lengd sína þegar það óhapp vildi til að anker og keðja fór í skrúfuna og stöðvaði gang svo ekki var meira að gert, skipið varð hliðflatt og rak undan öldunni, varð að hœtta. Byrjað aftur að toga kl. 4 e.m. fcerðar festar úr afturenda í framenda enda þetta gert í samráði við skipstjórann á Þór, síðasta tilraun er reyndist með öllu árangurslaus. Björgunar- skipið Þór sleit sinn vír eftir að hafa togað í 4 klst. Kvaddi ogfór kl. 9 um kvöldið 8 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.