Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 50
Múlaþing
Djáknadys á Hálsströnd. Reiðgatan lá rétt neðan við grjóthrúguna. Ljósmyndari og eigandi: Hjörleifur
Guttormsson.
Hamrastálið neðan undir Klofskarðstindum
og Flötuijöllum litlu utar er stórbrotið og
naesta ógnvænlegt upp að líta en efst skilur
örþunn brík Hamarsfjörð frá Búlandsdal.
Allt þetta svæði innan við Kambshjáleigu
og að Vígðalæk er æskilegt að bætist við á
náttúruminjaskrá og gæti jafnframt fallið
undir hverfisvernd í skipulagi hreppsins. I
gildandi aðalskipulagi fyrir Búlandshrepp
sem nú er hluti af Djúpavogshreppi kemur
fram afstaða til ýmissa friðunarhugmynda
og segir þar m.a.: ,,Þá óskar sveitarstjórnin
einnig eftir því að svœðið undir Hálsum,
sem getið er um hér að framan, verði lýst
fólkvangur og nái hann inn fyrir Háls “,23
Nú er unnið að nýju aðalskipulagi fyrir
allan Djúpavogshrepp og gefur það kjörið
tækifæri til frekari stefnumótunar um
landnotkun og umhverfisvernd.
Niðurlagsorð
Djúpavogshreppur býr yfír óvenju ríku-
legum kostum frá náttúrunnar hendi og
margbrotinni sögu um lífsbaráttu fólks á
þessu landshorni um aldir. Auk hefð-
bundinna atvinnugreina til lands og sjávar
hefur ferðaþjónusta fyrir atorku heima-
manna skotið rótum á Djúpavogi síðustu
áratugina. Stórbrotið og fagurt umhverfi
laðar fólk að og miklu skiptir að skapa
afþreyingu fyrir þá sem tilbúnir eru að
staldra við á Djúpavogi. Ferðir út í Papey
hafa reynst giftudrjúg tilbreyting, Teigar-
hom er á næstu grösum, heimsþekkt fyrir
steinaríki, Útland á nesinu utan við
kauptúnið er kjörið til gönguferða og nú
getur bæst við, ef heimamenn svo kjósa,
fornleifa— og útivistarsvæði inn með
Hálsum. I landi jarðarinnar Búlandsness er
þegar til staðar hlýlegt og vel hirt
48