Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 27
Anna Björk Guðjónsdóttir
Sjúkraskýlið að
Brekku
Bygging sjúkraskýlis að Brekku í
Fljótsdal markaði stórt spor í sögu
heilbrigðisþjónustu á Fljótsdals-
héraði. Það sem hér var um að ræða var
bygging sjúkraskýlis við opinberan héraðs-
læknisbústað, er rekið skyldi með læknis-
heimilinu og var það fyrsta sjúkrahús sem
reist var í dreifbýli á Islandi. Þessi fram-
kvæmd átti eftir að færa íbúum og
framámönnum sveitarfélaga á Fléraði ærinn
starfa. I fyrstu við bygginguna og síðar
reksturinn.
Arið 1907 sameinuðust sveitarfélög á
öllu Fljótsdalshéraði um að starfrækja
Sjúkraskýlið að Brekku og stofnuðu um það
félag sem stundum var kallað sjúkra-
húsfélagið.
Fyrsti héraðslæknir Austfirðinga,
Brynjólfúr Pétursson bjó á Brekku og má
segja að læknir sæti þar svo til óslitið frá
1772 til 1844 en síðan varð hlé á veru
læknis á Brekku til 1903. Það var þó ekki
fyrr en 1932 sem lög voru sett um
læknisbústað þar. Læknar sem störfuðu og
sátu að Brekku frá 1903 voru Jónas
Kristjánsson 1903-1911, Hendrik Erlends-
son 1911-1912, Ólafur Ó. Lárusson 1912-
1925, Bjami Guðmundsson 1925-1933 og
Ari Jónsson 1933-1944.
Aðstæður á landinu og
Fljótsdalshéraði 1850-1900
Upp úr miðri 19. öld, voru starfandi 8
læknar á öllu landinu í jafnmörgum
læknishéruðum. Eitt af þessum héruðum
var Austfírðingaljórðungur og var hann
ljórða læknishérað landsins og náði yfir
Múlasýslur og Austur-Skaftafellssýslu.
Arið 1876 eru læknishéruðin orðin 20 og
skiptist Austfirðingaljórðungur þannig í 14.
læknishérað sem náði yfír Jökuldals- og
Hlíðarhrepp, Tunguhrepp, Fellahrepp,
Fljótsdalshrepp, Hjaltastaðarhrepp, Borgar-
ijarðarhrepp, Loðmundartjarðarhrepp,
Seyðisíjarðarhrepp og Vallahrepp og 15.
læknishérað sem var Suður-Múlasýsla öll
nema Vallahreppur og Geithellnahreppur.
Árið 1899 varð enn breyting á lækna-
skipan, þá urðu læknishéruðin á landinu 42
og svæðinu skipt í tvö læknishéruð sem hér
segir:
Hróarstunguhérað, sem náði yfir Jökuldals-
hrepp beggja megin Jökulsár upp að Gilsá,
Hlíðarhrepp, Tunguhrepp, Hjaltastaðarhrepp,
Borgarfjarðarhrepp og Eiðahrepp. Læknir sat á
Hjaltastað allt frá 1926 en 1932 voru sett lög
um læknissetur þar.
25