Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 64
Múlaþing
Ragnhildur Gisladóttir á Breiða-
vaði. Eigandi myndar: Ljósmynda-
safn Austurlands.
ýmist í Höfn eða á Hofströnd til 1879. Árið
1880 (aðalmanntal 1. okt.) var Björg
vinnukona í Höfn en Einar skráður bóndi í
Geitavík. Með honum er kona hans
Ingibjörg (10878) frá Hofströnd, dóttir
Gísla Benediktssonar bónda þar. Þau voru
vinnuhjú á Hofströnd 1882 og 1883, síðan
vinnuhjú í Höfn til 1887 er þau fluttust að
Jökulsá. Þaðan fluttust þau til Ameríku
1889 með tvo drengi komunga. Settust að í
Fljótsbyggð og nefndu bæ sinn Fljótstungu.
Hafa drifið sig burt úr fátæktinni í von um
betra líf vestan hafsins. Það varð líka
hlutskipti margra annarra á þessum hörðu
árum.
Björg Vilhjálmsdóttir var í Höfn uns hún
fluttist til sonar síns á Jökulsá og var með
fjölskyldu hans síðasta ár þeirra á Islandi.
Hún fór að Hleinargarði í Eiðaþinghá vorið
1889 en þangað hafði Solveig dóttir hennar
flust. Kemur það fram hér á eftir. Björg lést
þar 13. maí 1890.
Sigurbjörg Þorkelsdóttir, f. 21. janúar
1852 í Hólum. Fór í fóstur til Önnu
Jónsdóttur í Firði og dvaldist þar til 16 ára
aldurs er hún fluttist til Seyðisijarðar. Var
þar í vistum en fórst í snjóflóðinu 15.
febrúar 1885, (öskudagssnjóflóðinu) ásamt
tveggja ára syni sínum. Virðist ekki hafa
haft samband við fjölskyldu sína eftir að
þau fluttust til Borgarfjarðar.
Solveig Þorkelsdóttir, (10828) f. 5. júlí
1853, fór með foreldrunum að Setbergi í
Borgarfirði 1861 en virðist hafa verið tekin
í fóstur þá um haustið að Desjarmýri til
prestshjóna þar, sr. Sigurðar Gunnarssonar
og Bergljótar Guttormsdóttur. Fluttist með
þeim að Hallormsstað vorið eftir og
dvaldist þar til 1880 að hún fluttist að
Bjarnanesi í Homafírði. Var þó eitt ár (1870
- 1871) á Brekku í Fljótsdal.
Maður hét Gísli Hannesson, f. 1850 og
var úr Vestur-Skaftafellssýslu. Hann fluttist
að Miðskeri í Bjarnanessókn 1879. Náin
kynni tókust með Gísla og Solveigu og
giftust þau 24. október 1884. Eignuðust
dótturina Sigurborgu 1886. Þau fluttust að
Hleinargarði í Eiðaþinghá 1889 og þá um
haustið fæddist þeim sonurinn Eyjólfur en
dóttirin Björg fæddist 1892. Gísli átti dóttur
af fyrra hjónabandi. Hét hún Ragnhildur og
fluttist austur með þeim, þá 13 ára. Þau
bjuggu í Hleinargarði til 1894 en þá fluttust
þau að Tjarnarlandi í Hjaltastaðarþinghá
með börnin Sigurborgu, Eyjólf og Björgu
en Ragnhildur varð vinnukona á Egils-
stöðum á Völlum. Fjölskyldan fluttist að
Ásgeirsstöðum vorið 1897 og þar lést
Solveig 22. ágúst um sumarið. Vorið eftir
fluttist Gísli að Egilsstöðum og gerðist
vinnumaður hjá Jóni Bergssyni. Hafði
Björgu dóttur sína með sér. Hún ólst þar
upp eftir það en fluttist til Akureyrar 1911.
Gísli fór 1912 frá Egilsstöðum að Finns-
stöðum og var þar næstu árin ráðsmaður á
búi Önnu Árnadóttur. Þar var vinnukona
Anna Steinunn Árnadóttir og með henni
eignaðist Gísli tvær dætur, Laufeyju árið
1914 og Líneik árið 1916. Þær ólust að
mestu upp á Breiðavaði.
62