Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 160
Múlaþing
Þuríður Guðmundsdóttir og Benedikt Guðnason í
Asgarði. Brúðkaupsmynd. Eigandi myndar:
Ingigerður Benediktsdóttir.
laust á sjúkrahúsinu sjálfu. Var því varð-
skipið Fylla fengið til að flytja okkur yfir á
Seyðisíjörð. Um borð var herlæknir, sem
gerði að sárum mínum, fyrst í landi og síðan
eftir að við komum unr borð. Hreinsaði
hann allt upp úr brunasárunum sem sett
hafði verið ofan í þau ( lýsi og hveiti) og
hjúkraði okkur eins vel og hann hafði tök á
og er enginn vafi á því að hann hefur
bjargað með þessu öllu lífí mínu.
Sigríður eldabuska vildi ekki fara með
til Seyðisfjarðar, en fór út á Eskifjörð með
Sigurði Kvaran. Kom síðar í ljós, að sár
hennar höfðust ekki við. Gróf illilega í þeim
og mun Sigríður hafa orðið hálf örkumla af
þessum sökum.
Því vorum við aðeins tveir, þ.e.a.s. ég og
Ólafur Helgi, sem Fylla flutti yfir á
Seyðisfjörð. Var þá Egill læknir búinn að
útvega okkur pláss hjá Hjálpræðishernum,
þar sem ekki var laust pláss á Sjúkrahúsinu
eins og áður var sagt. Dvöldum við Óli þar
síðan í um einn mánuð, en þá fórum við
með skipi aftur til Reyðarfjarðar og til
Þorsteins kaupfélagsstjóra, sem þá var
búinn að leigja hús utarlega í þorpinu. Var
það í daglegu tali kallað „Nýja húsið“.
Þegar þetta kom upp, var engan bílstjóra
að fá á Reyðarfirði í minn stað, en á
endanum fékkst bílstjóri frá Seyðisfirði að
nafni Ingólfur Kristjánsson, en hann gat
aðeins verið í einn mánuð. I byrjun
september fór ég því að keyra aftur og var
þá með vinstri handlegginn í fatla. Hafði ég
því annan mann með mér til að ferma og
afferma bílinn og eins til að gera við dekk,
en algengt var að það spryngi allt að þrisvar
til fjórum sinnum á leiðinni yfir Fagradal og
var þá ekkert annað að gera en líma á
staðnum.
Seinna kom í ljós að það eina sem
bjargaðist úr þessum bruna var yfirsængin
mín sem Kristján notaði til að slökkva með
eldinn í stúlkunni og fötin sem Þorvarður
greip með sér um leið og hann fór fram úr.
Skráð um miðjan febrúar 1991.
158